Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Villikettir Vestfjörðum - 2020100012
Með vísan í bókun Umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 100. fundi, 13. október 2020, óskaði nefndin eftir nánari kynningu á verkefni Villikatta á Vestfjörðum, vegna beiðnar um samstarf.
Jóna Símonía Bjarnadóttir er boðuð til fundar f.h. félagsins Villikettir á Vestfjörðum
Jóna Símonía Bjarnadóttir er boðuð til fundar f.h. félagsins Villikettir á Vestfjörðum
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir með þörfina á átaksvinnu við skráningu katta í sveitarfélaginu. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram og upplýsa nefndina á næsta fundi. Nefndin þakkar fyrir erindið.
Gestir
- Jóna Símonía Bjarnadóttir - mæting: 11:10
2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 17. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. desember 2020.
Á 1131. fundi bæjarráðs var máli þessu vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. desember 2020.
Á 1131. fundi bæjarráðs var máli þessu vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Lagt fram til kynningar.
3.Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092
Lagður fram tölvupóstur og erindi Þórdísar Bjartar Sigþórsdóttur, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, dags. 7. janúar 2021, þar sem Umhverfisstofnun áformar að leggja fram tillögur að breytingum á tveimur af 15 sérreglum sem settar eru fram í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Hornstrandir sem kom út árið 2019.
Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá Ísafjarðarbæ ef einhverjar eru. Frestur er til 18. febrúar 2021.
Á 1136. fundi bæjarráðs þann 11. janúar 2021 var eftirfarandi bókað: „Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglu nr. 10 um lendingar flugvéla innan friðlandsins, en telur framkomna tillögu af sérreglu nr. 2. of íþyngjandi.
Þá vísar bæjarráð erindinu til umhverfis-og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar til umsagnar.“
Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá Ísafjarðarbæ ef einhverjar eru. Frestur er til 18. febrúar 2021.
Á 1136. fundi bæjarráðs þann 11. janúar 2021 var eftirfarandi bókað: „Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglu nr. 10 um lendingar flugvéla innan friðlandsins, en telur framkomna tillögu af sérreglu nr. 2. of íþyngjandi.
Þá vísar bæjarráð erindinu til umhverfis-og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar til umsagnar.“
Umhverfis- og framkvæmdanefnd Ísafjarðarbæjar tekur undir bókanir af 1136. fundi bæjarráðs og 551. fundar fundar skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem nefndin bókaði eftirfarandi:
„Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við tillögur að breytingum á sérreglum 10, sem sett eru fram í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Hornstrandir sem kom út árið 2019. Þó telur hún að regla nr. 2 sé of íþyngjandi og óskýr. Óskar hún eftir samstarfi Umhverfisstofnunar og bæjarritara Ísafjarðarbæjar við útfærslu á reglu nr. 2.“
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir einnig athugasemd við að það sé ekki heimilt lengur að tjalda til einnar nætur í friðlandinu.
„Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við tillögur að breytingum á sérreglum 10, sem sett eru fram í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Hornstrandir sem kom út árið 2019. Þó telur hún að regla nr. 2 sé of íþyngjandi og óskýr. Óskar hún eftir samstarfi Umhverfisstofnunar og bæjarritara Ísafjarðarbæjar við útfærslu á reglu nr. 2.“
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir einnig athugasemd við að það sé ekki heimilt lengur að tjalda til einnar nætur í friðlandinu.
4.Þjónustusamningur um kortasjá - 2018030093
Kynnt minnisblað um uppfærslu á kortasjá sveitarfélagsins.
Máli frestað.
5.Stefna um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 -drög í samráðsgátt - 2021010072
Lögð fram umsagnarbeiðni frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. Drögin eru sett fram undir heitinu „Í átt að hringrásarhagkerfi“.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar þessum drögum að meðhöndlun úrgangs og gerir því ekki athugasemdir. Nefndin fagnar því að það verði farið í að samræma flokkun á landsvísu.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?