Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
98. fundur 23. júní 2020 kl. 08:15 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Erindi er varðar reglur um dýrahald - 2020060056

Kynnt bréf Stígs Arnórssonar, dags. 14.6.2020 varðandir reglur um dýrahald.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að breyta reglum um búfjárhald í þéttbýli á þann hátt að 5. gr. samþykktar um fiðurfé í Fjarðarbyggð verði notuð til tilsjónar við 5. gr. samþykktar um fiðurfé í Ísafjarðarbæ.

2.Notkun á plöntuvarnarefnum í sveitarfélaginu - 2020060055

Umræður um notkun plöntuvarnaefna í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vill árétta að engin lyfsseðilsskyld eiturefni eru notuð á opnum svæðum í Ísafjarðarbæ. Til að halda áfram við fegrun bæjarins verður annað eitur notað í hófi eins og hefur verið gert hingað til.
Matthildur yfirgaf fundinn klukkan 9:02.

Gestir

  • Matthildur Ásta Hauksdóttir- Garðyrkjufulltrúi - mæting: 08:30

3.Endurskoðun samþykktar um hundahald í Ísafjarðarbæ. - 2020060083

Umræður um samþykkt hundahalds.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir umsögn persónuverndarfulltrúa um reglugerð um leyfi til hundahalds.

4.Endurskoðun samþykktar kattahalds í Ísafjarðarbæ - 2020060082

Umræður um samþykkt kattahalds
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir umsögn persónuverndarfulltrúa um reglugerð um leyfi til kattahalds.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?