Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Rotþrær og seyra 2020 - 2020010029
Jake Maruli Thompson, mastersnemi við Háskólasetur Vestfjarða í haf- og strandsvæðastjórnun, kynnir ritgerð sína sem fjallar um "Unfiltered: Sediment alterations in response to untreated wastewater emissions from a marine outfall off Ísafjörður, Iceland".
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Jake fyrir kynningu á rannsóknum sínum. Nefndin hvetur líka almenning til að kynna sér efnistök og niðurstöður ritgerðarinnar.
Jake yfirgefur fundinn.
2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Umverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir umsagnarbeiðni frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.
https://www.althingi.is/altext/150/s/1122.html
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 22. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
https://www.althingi.is/altext/150/s/1122.html
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 22. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.
3.Göngustígar 2020 - 2020010070
Lagt fram minnisblað Ralfs Trylla dags. 15. maí sl., varðandi áningastaði sem eru fyrirhugaðir til framkvæmda nú í sumar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun.
4.Vorhreinsun 2020 - 2020040035
Kynnt staða hreinsunarátaks á opnum svæðum sem er nú þegar hafið.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?