Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Vorhreinsun 2020 - 2020040035
Lagt fram minnisblað Ralf Trylla, umhverfisfulltrúa, dags. 22. apríl sl. varðandi vorhreinsunarátak 2020.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd hvetur almenning til þess að fara í tiltekt og hreinsunarátakið verði auglýst.
2.Framkvæmdaráð Umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum (Earth Check) - 2019020090
Umræður og kynning á Framkvæmdaráði Umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir vinnuna og fagnar silfurvottun EarthCheck á sveitarfélaginu.
3.Kattaeftirlit í Ísafjarðarbæ - 2020040040
Kynntar aðgerðir varðandi málefni villikatta í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vill minna á reglur um að eigendur hafi kettina sína inni yfir varptíma fugla og sinni því að gelda sína ketti. Sveitarfélagið mun fara í átak í vor og fanga villiketti.
4.Sumarstörf ungmenna 2020 - átaksverkefni - 2020040038
Umræður um átakið og mögulegar útfærslur á verkefnum.
Sviðsstjóra er falið að vinna að mögulegum sumarstörfum fyrir háskólanema.
5.Kría í sveitafélaginu - 2020030082
Áframhaldandi umræður um kríu í sveitarfélaginu.
Umhverfisfulltrúa er falið að koma upplýsingum áfram um aðgerðir en umhverfis- og framkvæmdanefnd vill ítreka að krían er friðaður fugl.
6.Göngustígar 2020 - 2020010070
Umræður um stöðu mála í göngustígagerð.
Umhverfisfulltrúa er falið að vinna málið áfram með áningastaði við göngustígana.
Fundi slitið - kl. 09:22.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?