Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 9. desember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál. Umsagnarfrestur er til 10. janúar nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1087. fundi sínum 16. desember sl., og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1087. fundi sínum 16. desember sl., og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Náma Dagverðardal Efnistaka og Landmótun - 2019120048
Gögn lögð fram er varða efnistöku í Dagverðardal.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd kallar eftir frágangsáætlun samhliða nýtingaráætlun frá verktaka.
3.Rotþrær og seyra 2020 - 2020010029
Umræður um þjónustu við rotþrær í sveitafélaginu með tilliti til reglugerða.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir skýrsluhöfundi á fund nefndar.
4.Terra - eftirlit 2020 - 2020010053
Umræður um stöðu sorpmála
Gjaldskrár voru uppfærðar fyrir árið 2020 vegna áherslubreytinga. Terra er hvatt til að auglýsa breytingarnar og Ísafjarðarbær mun kynna þær á heimasíðu sinni.
5.Göngustígar 2020 - 2020010070
Umræður um framkvæmdir á árinu 2020.
Umhverfisfulltrúa er falið að kalla eftir hugmyndum frá hverfisráðum.
Fundi slitið - kl. 09:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?