Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
89. fundur 22. október 2019 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Kristján Andri mætir til fundarins kl. 8:10.

1.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Á 1079. fundi bæjarráðs 21. október sl., voru umræður um fjárfestingar og viðhald, og lagði bæjarráð til við umhverfis- og framkvæmdanefnd að halda áfram með vinnu við áætlun í fráveitumálum.
Umhverfisnefnd telur að fyrsta skref við áætlunargerð vegna fráveitumála sveitarfélagsins sé að mynda lagnir í öllum byggðarkjörnunum. Umhverfisnefnd óskar eftir fjárveitingum á árinu 2020.
Kristján Andri yfirgefur fundinn klukkan kl. 8:55.
Tinna Ólafsdóttir mætir til fundarins kl. 8:15.

2.Sorpmál 2018 eftirlit GV - 2018010004

Umhverfisfulltrúi kynnir hugmynd um klippikort samkvæmt fyrirmynd frá Akureyrabæ.
Umhverfisnefnd felur umhverfisfulltrúa í samstarfi við upplýsingafulltrúa, ásamt innkaupa- og tæknifulltrúa að leita stafrænna lausna.
Tinna Ólafsdóttir yfirgefur fundinn kl. 9:45.

3.Gangstéttir 2019 - 2018060075

Umræða um lagfæringar á gangstéttum fyrir árið 2020
Umhverfisfulltrúa er falið að leggja til drög að áætlun á framkvæmdkostnaði á árinu 2020.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?