Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1. fundur 19. apríl 2017 kl. 08:00 - 09:21 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Kristján Guðmundur Jóakimsson aðalmaður
  • Ásgeir Leifur Höskuldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Vinnutilhögun starfshóps um komu skemmtiferðaskipa. - 2017040037

Kynnt ódagsett drög að vinnutilhögun starfshóps um komu skemmtiferðaskipa.
Formaður starfshóps um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa kynnti drög að verkefnum starfshópsins. Starfshópurinn felur formanni að fá tilboð í greiningarvinnu og gerð íbúakönnunar.

2.Aðgerðir vegna komu skemmtiferðaskipa 2017 - 2017040038

Kynnt minnisblað formanns starfshóps um komu skemmtiferðaskipa, dags. 18.4.2017, varðandi atriði sem sérstaklega þarf að skoða fyrir sumarið 2017.
Minnisblaðið kynnt til frekari vinnslu í starfshópnum.

Fundi slitið - kl. 09:21.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?