Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
19. fundur 19. febrúar 2025 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varamaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Eyþór Bjarnason boðaði forföll sem og varamaður hans Steinunn Einarsdóttir.

Formaður lagði til að taka inn mál nr.2024030141 gjaldskrá 2025 inn með afbrigðum. Tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og verður málið sett inn nr.6 á dagskrá.

1.Seinkun skóladags unglinga - 2024020158

Lögð fram samantekt Guðbjargar Höllu Magnadóttur, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, dags. 3. febrúar 2025 varðandi seinkun skóladagsins hjá unglingastiginu í grunnskólanum. Lögð var fyrir könnun um verkefnið meðal foreldra grunnskólabarna, starfsmanna skólans og nemenda.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Guðbjörgu Höllu fyrir komuna. Nefndin felur starfsmönnum að taka saman minnisblað um tilgang og árangur með tilraunaverkefninu Seinkun skóladags unglingastigs í Grunnskólanum á Ísafirði og leggja fyrir næsta fund.

Gestir

  • Guðbjörg Halla Magnadóttir, skólastjóra GÍ - mæting: 08:15

2.Staða leikskólamála skólaárið 2024-2025 - 2024100052

Skólastjórnendur í Ísafjarðarbæ mæta til samráðsfundar við skóla- íþrótta og tómstundarnefnd.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar leikskólastjórum fyrir komuna. Nefndinn felur starfsmönnum að kalla eftir afstöðu foreldra leikskólabarna og starfsmanna leikskóla til þeirra breytinga sem gerðar voru á leikskólastarfinu haustið 2024.

Gestir

  • Svava Rán Valgeirsdóttir, Hildur Sólmundsdóttir, Jóna Lind Kristjánsdóttir, Inga Jóna Sigurðardóttir, Katrín María Gísladóttir, Helga Björk Jóhannsdóttir - mæting: 08:45

3.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025

Á 1313. fundi bæjarráðs, þann 10. febrúar 2025, voru lögð fram drög að samningi Ísafjarðarbæjar og Hjallastefnunnar ehf. um rekstur leikskólans Eyrarskjóls ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 30. janúar 2025.

Bæjarráð vísaði samningi Ísafjarðarbæjar og Hjallastefnunnar ehf. um rekstur leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði, frá 1. janúar 2024 til 31. júlí 2029, til skóla-, íþrótta-, og tómstundanefndar til afgreiðslu.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að gera þær breytingar á samningnum sem ræddar voru á fundinum og bera undir Hjallastefnuna ehf.

4.Félagsstarf ungmenna 16-18 ára - 2025010208

Kynnt minnisblað um stöðu á vinnu vegna félagsstarfs ungmenna.
Starfsmanni nefndarinnar falið að vera í samstarfi við sveitarfélögin í kring og halda áfram með málið.

5.Samráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar - 6 - 2501015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar íþróttahreyingarinnar og Ísafjarðarbæjar, fundur var haldinn 29. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

6.Gjaldskrár 2025 - 2024030141

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá íþróttamannvirkja sem varðar afnot að líkamsrækt í eigu sveitarfélagsins.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar breytingum á gjaldskrá íþróttahúsa 2025 til samþykktar hjá bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?