Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
17. fundur 15. janúar 2025 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Uppbyggingarsamningar 2025 - 2024090090

Lagðar fram umsóknir um uppbyggingarsamninga fyrir árið 2025 frá aðildarfélögum HSV.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd frestar málinu til næsta fundar og felur starfsmönnum nefndarinnar að afla frekari upplýsinga frá umsóknaraðilum.

2.Staðan á lyftubúnaði í Tungudal - 2025 - 2025010087

Lagt fram minnisblað Ragnars Högna Guðmundssonar, forstöðumanns skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, dags. 11. janúar 2025 varðandi stöðuna á lyftubúnaði í Tungudal.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Ragnari fyrir upplýsingarnar um stöðuna á skíðasvæðinu og felur starfsmönnum að útbúa þarfagreiningu til 2-3 ára.
Ragnar yfirgaf fundinn kl.09:16.

Gestir

  • Ragnar Högni Guðmundsson - mæting: 09:05

3.Íþróttaskóli Ísafjarðarbæjar - 2024110005

Lagðar fram athugasemdir foreldra barna í 1.-4. bekk grunnskóla í Ísafjarðarbæ en kallað var eftir þeim með tölvupósti í desember 2024. Alls bárust 91 athugasemd. Jafnframt eru lagðar fram athugasemdir frá íþróttafélögum í Ísafjarðarbæ varðandi íþróttaskólann.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að flokka athugasemdirnar og leggja fyrir nefndina ásamt tillögu að áætlun aðgerðir.

4.Frístundastyrkir - 2024110087

Kynnt drög af úthlutunarreglum um frístundastyrk í Ísafjarðarbæ.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfmönnum að uppfæra drögin að reglum um frístundastyrki og leggja fyrir næsta fund.

5.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar 2025 - 2025010085

Lögð fram Menntastefna Ísafjarðarbæjar sem gerð var 2019.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að hefja endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar og felur starfsfólki að leita að aðila til að stýra vinnunni.

6.Samstarf heimilis og skóla - 2025010090

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, varðandi samstarf foreldra/forráðamanna og skólanna.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar bréfritara fyrir góða ábendingu og tekur undir mikilvægi góðs samstarfs heimilis og skóla. Nefndin felur starfsmönnum að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?