Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
15. fundur 18. desember 2024 kl. 08:15 - 10:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Frístundastyrkir - 2024110087

Lögð fram samantekt og upplýsingar úr sambærilegum sveitarfélögum að beiðni nefndar.
Starfsmanni nefndarinnar falið að gera drög að reglum um frístundastyrki í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram á næsta fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.

2.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025

Lagður fram endurnýjaður samningur við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs dags. 13. desember 2024.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að uppfæra samninginn í samræmi við umræður á fundinum og bera breytingarnar undir Hjallastefnuna ehf.

3.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2024-2025 - 2024090103

Lögð fram starfsáætlun leikskóla fyrir skólaárið 2024-2025, frá leikskólanum Eyrarskjóli ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

4.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2024 - 2024120079

Lagðar fram tilnefningar um íþróttamann Ísafjarðarbæjar 2024 og efnilegasta íþróttamann Ísafjarðarbæjar 2024. 10 tilnefningar bárust frá aðildarfélögum HSV um íþróttamann ársins og 1 frá íbúum Ísafjarðarbæjar. 12 tilnefningar bárust um efnilegasta íþróttamann Ísafjarðarbæjar og bárust þær frá aðildarfélögum HSV.
Nefndin tók einróma ákvörðun um valið og verður sú ákvörðun kynnt í hófi þann 12. janúar 2025 kl: 15:00.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?