Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
14. fundur 03. desember 2024 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varamaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Uppbyggingarsamningar 2025 - 2024090090

Ný drög að verklags- og úthlutunarreglum uppbyggingarsjóðs Ísafjarðarbæjar lagðar fram að nýju til samþykktar.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar reglunum til bæjarstjórnar til samþykktar.

2.Frístundastyrkir - 2024110087

Tillaga frá 542. fundi bæjarstjórnar, sem haldin var 21. nóvember 2024, um að skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar sjái um gerð reglna og verklags um úthlutun frístundastyrkja Ísafjarðarbæjar og vísi til samþykktar í bæjarstjórn.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsfólki nefndarinnar að taka saman upplýsingar úr sambærilegum sveitarfélögum og leggja fram á næsta fundi.

3.Samráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar - 5 - 2410022F

Lögð fram fundargerð 5. samráðsfundar íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar sem haldinn var 20. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar.
  • Samráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar - 5 Íþróttahreyfingin fagnar því að endurskoða eigi fyrirkomulag íþróttaskólans og óskar eftir góðu samráði við hana í þeirri vinnu.
  • Samráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar - 5 Ísafjarðarbær er heilsueflandi sveitarfélag með heilbrigði og vellíðan íbúa að leiðarljósi í öllu starfi. Íbúar eru hvattir til að vera virkir í heilsueflingu og gott aðgengi að íþróttamannvirkjum skiptir þar sköpum, hvort sem um er að ræða íþróttahús, sundlaugar, útivistarsvæði, göngustíga og hjólastíga. Íþróttahreyfingin telur mikilvægt að Ísafjarðarbær tryggi aðgengi fyrir alla að íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins árið um kring. Þegar aðstæður takmarka aðgengi tímabundið, t.d. vegna veðurs, þá skal aðgengi tryggt svo fljótt sem unnt er, t.d. með snjómokstri eða hálkuvörnum.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?