Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi stjórnanda í leikskólum Jóna Lind Kristjánsdóttir mætti á fundinn undir leikskólamálum.
1.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2023-2024 - 2023090104
Lagðar fram ársskýrslur leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og leikskólans Grænagarðs á Flateyri fyrir skólaárið 2023-2024.
Lagt fram til kynningar.
2.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2024-2025 - 2024090103
Lagðar fram starfsáætlanir fyrir fyrir leikskólann Sólborg á Ísafirði, Leikskólann Tanga Ísafirði, leikskólann Laufás Þingeyri og leikskólann Tjarnarbæ á Suðureyri fyrir skólaárið 2024-2025.
Lagt fram til kynningar.
3.Staða leikskólamála skólaárið 2024-2025 - 2024100052
Lagt fram minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 11. október 2024, um stöðu leikskólamála haustið 2024.
Lagt fram til kynningar.
4.Skólanámskrá_Eyrarskjól_uppfærð 2024 - 2024100002
Lögð fram nýuppfærð skólanámskrá fyrir leikskólann Eyrarskjól á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
5.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2023-2024 - 2023090105
Lögð fram ársskýrsla Grunnskólans á Þingeyri, fyrir skólaárið 2023-2024
Lagt fram til kynningar.
6.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2024-2025 - 2024090104
Lagðar fram starfsáætlanir Grunnskólans á Suðureyri og Grunnskólans á Ísafirði, fyrir skólaárið 2024-2025
Lagt fram til kynningar.
7.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025
Á 1298. fundi bæjarráðs, þann 7. október 2025, var lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 4. október 2024 þar sem farið er yfir samanburð á einingarverðum leikskólanna Sólborgar og Eyrarskjóls.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja fram viðauka vegna málsins í ljósi breytinga á einingaverði, samkvæmt samningi við Hjallastefnuna. Bæjarráð benti á að samningurinn við Hjallastefnuna sem unnið er eftir er frá 2014, og vísar því til skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar að halda áfram endurskoðun á honum.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja fram viðauka vegna málsins í ljósi breytinga á einingaverði, samkvæmt samningi við Hjallastefnuna. Bæjarráð benti á að samningurinn við Hjallastefnuna sem unnið er eftir er frá 2014, og vísar því til skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar að halda áfram endurskoðun á honum.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd telur mikilvægt að undirritaður verði nýr samningur við Hjallastefnuna sem fyrst, sem byggir á faglegum forsendum.
Dagný Finnbjörnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
8.Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar - 2024030029
Lagt fram erindi frá handknattleiksdeild Harðar, ritað af Vigdísi Pálu Halldórsdóttur formanni, dags. 4. október 2024 vegna úthlutunar tíma í íþróttahúsum í Ísafjarðarbæ.
Við úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar var úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar sem samþykktar voru 29. febrúar 2024, fylgt. Nefndin ítrekar fyrri bókun sína um að úthlutun íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á tímum í íþróttahúsinu á Torfnesi 2024 -2025 hafi verið gerð í samræmi við reglur Ísafjarðarbæjar um styrkveitingu og úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum og á íþróttasvæðum til íþróttafélaga og almennings og mun ekki leggja til að tímatöflu fyrir 2024-2025, verði breytt.
Samstarf er alltaf af hinu góða og leggur nefndin til við íþrótta og æskulýðsfulltrúa að ræða við stjórn HSV hvort ástæða sé til að uppfæra úthlutunarreglur fyrir árið 2025-2026.
Nefndarmenn eru hugsi yfir framgöngu forsvarsmanna handknattleiksdeildar knattspyrnufélags Harðar gagnvart starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs sem hafa upplifa mikið óöryggi og vanlíðan vegna þeirra ásakana sem koma fram í tölvupóstsamskiptum forsvarsmanna Harðar og umræðum á samfélagsmiðlum, sem eiga við engin rök að styðjast.
Samstarf er alltaf af hinu góða og leggur nefndin til við íþrótta og æskulýðsfulltrúa að ræða við stjórn HSV hvort ástæða sé til að uppfæra úthlutunarreglur fyrir árið 2025-2026.
Nefndarmenn eru hugsi yfir framgöngu forsvarsmanna handknattleiksdeildar knattspyrnufélags Harðar gagnvart starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs sem hafa upplifa mikið óöryggi og vanlíðan vegna þeirra ásakana sem koma fram í tölvupóstsamskiptum forsvarsmanna Harðar og umræðum á samfélagsmiðlum, sem eiga við engin rök að styðjast.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?