Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Jóna Lind Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjórnenda, sat fundinn undir þessum lið.
1.Skóladagatal leikskóla Ísafjarðarbæjar skólaárið 2024-2025 - 2024040154
Lögð fram skóladagatöl fyrir leikskóla í Ísafjarðarbæ, fyrir skólaárið 2024-2025.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd gerir engar athugasemdir við skóladagatölin.
2.Trúnaðarmál - 2024030152
Trúnaðarmál lagt fyrir skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Mál fært í trúnaðarmálabók.
3.Fjarvera nemenda á unglingastigi - 2024060017
Lögð fram samantekt Jóns Hálfdáns Péturssonar, umsjónarkennara á unglingastigi, dags. 6. júní 2024 um fjarvistir nemenda á unglingastigi í Grunnskólanum á Ísafirði skólaárið 2023-2024.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd hvetur foreldra grunnskólabarna til að hafa skóladagatal til hliðsjónar þegar leyfi eru skipulögð á skólatíma.
Nefndin þakkar Jóni Hálfdáni fyrir áhugaverða samantekt.
Nefndin þakkar Jóni Hálfdáni fyrir áhugaverða samantekt.
4.Erindi frá nemendum í grunnskólanum á Ísafirði, vegna seinkunar á skóladeginum. - 2024060046
Lagt fram bréf nemenda í 8. bekk Grunnskólans á Ísafirði, dagsett 14. maí 2024. Þar sem þeir mótmæla fyrirhuguðum breytingum á upphafi skólatíma næsta skólaár.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar bréfriturum fyrir erindið. Nefndir ítrekar að þetta fyrirkomulag er til tilraunar í eitt ár og verður kallað eftir umsögnum frá hagaðilum um mitt næsta skólaár.
Áheyrnarfulltrúi stjórnenda í leikskólum:
Jóna Lind Kristjánsdóttir, skólastjóri Tanga, sat fundinn undir leikskólamálum.
Jóna Lind Kristjánsdóttir, skólastjóri Tanga, sat fundinn undir leikskólamálum.
Fundi slitið - kl. 09:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Formaður lagði tillöguna fram til atkvæða.
Tillagan samþykkt 4-0.