Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Hljóðvist í skólum - 2024030115
Lögð fram áskorun frá Umboðsmanni barna dags. 18. mars 2024 þar sem skorað er á sveitarfélög að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.
Skóla, íþrótta og tómstundanefnd telur þarft að grípa til aðgerða til þess að bæta hljóðvist meðal annars í skólahúsnæði Grunnskólans á Ísafirði t.a.m. matsal skólans. Mikilvægt er að horft verði til þess við framkvæmdir og viðhald á leik - og skólahúsnæði í eigu Ísafjarðarbæjar, gerðar verði viðeigandi ráðstafanir hvað varðar að bæta hljóðvist, gerð verði úttekt á stöðu mála og gert verði ráð fyrir úrbótum í framkvæmdaáætlun næsta árs. Nefndin felur starfsmönnum sviðsins að vinna málið áfram og ræða við stjórnendur skólastofnana.
2.Kynja- og kynfræðsla í grunnskólum - 2024030125
Erindi lagt fyrir að beiðni Þóris Guðmundssonar dags. 19. mars 2024 varðandi kynja- og kynfræðslu í grunnskólum.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að afla frekari upplýsinga um hvar skólarnir standa þegar kemur að kynja- og kynfræðslu í grunnskólum. Starfsmönnum falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum.
3.Viðhald skóla- og íþróttamannvirkja - 2024040078
Fyrirspurn lögð fram að beiðni Finneyjar Rakelar Árnadóttur, formanns skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar. Lagður fram tölvupóstur hennar dags. 19. mars 2024 varðandi viðhald á skóla- og íþróttamannvirkjum.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að boða sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs til næsta fundar þar sem málið verður tekið upp aftur.
4.samráðsfundur fundargerðir - 2024020141
Lögð fram fundargerð 3. samráðsfundar íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar en fundurinn fór fram 22. mars 2024.
Lagt fram til kynningar
5.Seinkun skóladags unglinga - 2024020158
Lagðar fram umsagnir sem bárust varðandi hugmynd um að seinka skóladegi unglingastigsins í Grunnskólanum á Ísafirði. Alls bárust 19 umsagnir. Jafnframt lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 14. apríl 2024 varðandi umsagnirnar og útfærslu á seinkun skóladags.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að kennsla unglingastigs í Grunnskólanum á Ísafirði hefjist kl.08:40. Hér er um tilraunaverkefni að ræða sem hefst á nýju skólaári, haustið 2024, og verður það endurskoðað í lok skólaársins í samvinnu við nemendur, starfsfólk og foreldra í grunnskólanum. Mikilvægt er að tilraunaverkefnið sé unnið í góðri samvinnu við íþróttahreyfinguna, tónlistarskólana og annað tómstundastarf á svæðinu. Forsenda tilraunaverkefnisins er að skólaakstri verði breytt í samræmi við breyttan skóladag unglinganna.
Fundi slitið - kl. 10:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Áheyrnafulltrúi skólastjórnenda í grunnskólum: Kristbjörg Sunna Reynisdóttir var á TEAMS