Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
525. fundur 11. september 2019 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Túngata 1, 400. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019090038

Ragnheiður Hákonardóttir óskar eftir endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar við Túngötu 1, Ísafirði. Eldri samningur var gerður 1931 til 80 ára, fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 5. sept. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Túngötu 1, Ísafirði.

2.Umsókn um lóðarleigusamning. Túngata 4, 430 - 2019080008

Kristján Gestsson sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings f.h. Íbúðalánasjóðs vegna fasteignar að Túngötu 4, Suðureyri, fnr. 2126843. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 06.08.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Túngötu 4, Suðureyri. Nefndin setur fram kvöð um að lóðarhafar við Túngötu 6 hafi aðgengi og umgengni til viðhalds að þeirri hlið skúrs sem snýr að Túngötu 4

3.Túngata 7, umsókn um nýjan lóðarleigusamning - 2019090032

Þinglýstir eigendur fasteignarinnar að Túngötu 7, þ.e. Grímur Freyr Finnbogason og Guðrún Anna Finnbogadóttir óska eftir endurnýjun lóðarleigusamnings. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 9. sept. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Túngötu 7, Ísafirði.

4.Túngata 9, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019090033

Guðbjartur Ásgeirsson sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings, vegna fasteignar að Túngötu 9, Ísafirði, fyrri samningur var gerður árið 1930 til 80 ára. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 5. september 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Túngötu 9, Ísafirði.

5.Meðaldalur - nýskráning landareignar/stofnun lóðar. - 2019050019

Landeigendur jarðarinnar Meðaldals í Dýrafirði óska eftir heimild bæjaryfirvalda til þess að stofna lóð úr jörðinni, undir íbúðarhúsið á jörðinni. Fylgigögn eru hnitsettur uppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða, ódagsettur, ásamt eyðublaði F-550 undirritað af landeigendum.
Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir íbúðarhús í landi jarðarinnar Meðaldalur.
Fylgiskjöl:

6.Byggingarleyfisumsókn fyrir viðbyggingu að Hjarðardal Ytri 1 F212-6068 - 2019090012

Steinþór Bjarni Kristjánsson sækir um byggingarleyfi f.h. Leggur og Skel ehf. vegna stækkunar á íbúðarhúsi í landi jarðarinnar Ytri Hjarðardalur 1, jafnframt er óskað eftir heimild bæjaryfirvalda til þess að stofna lóð undir íbúðarhúsið skv. meðfylgjandi afstöðumynd. Fylgigögn eru Aðaluppdrættir dags.03.09.209 frá Kjartani Árnasyni. Undirrituð umsókn um byggingarleyfi og eyðublað F550 umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, undirritað af landeiganda.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar vegna íbúðarhúss í landi Ytri Hjarðadals 1 sbr. afstöðumynd dags. 03.09.2019

Nefndin telur að ekki þurfi að grenndarkynna erindið m.t.t. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hagsmunir varða ekki aðra en landeiganda sjálfan. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram..

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi. Reiðvegur á Söndum - 2019050004

Sigurður G. Sverrisson sækir um heimild bæjaryfirvalda til þess að leggja reiðveg meðfram flugvellinum á Söndum í Dýrafirði. Fylgigögn eru erindisbréf dags. 30. apríl 2019 og tölvupóstur dags. 08.09.2019 frá Arnóri Magnússyni f.h. Isavia.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar útgáfu framkvæmdaleyfis að fengnu skriflegu leyfi landeiganda, með þeim skilyrðum að lega reiðvegar sé utan við girðingar og öryggissvæði vallarins, lega reiðvegar samræmist Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar og vísar nefndin styrkbeiðni til bæjarráðs. Arnór Magnússon gerir ekki athugasemd við reiðveg f.h. Isavia sbr. tölvupóstur dags. 09.09.2019

8.Sundstræti göngustígur - Skipulag - 2019080029

Lagt fram minnisblað frá Verkís dags. 6. sept. 2019 með hliðsjón af skipulagi og legu göngustígs við Sundstræti.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á aðalskipulagi með hliðsjón af legu göngustígs, jafnframt að heimila verulega breytingu á gildandi deiliskipulagi þ.e. deiliskipulag Eyrarinnar dags. nóvember 1997. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að vegur austan Sundstrætis verði felldur út, og samræmi verði á milli aðalskipulags og deiliskipulags.

9.Grænigarður - Ósk um skráningu sem frístundahús. - 2019050032

Ari Kristinn Jóhannsson óskar eftir því við skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar, að heimila breytta skráningu fasteignar við Grænagarð (L217485) þ.e. notkun breytist úr skrifstofuhúsnæði í frístundahús, með vísan í fordæmi s.s. Engi, Efri Grænigarður og Kúluhús.

Erindið var áður á dagskrá nefndar á fundi nr. 464
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar til fyrri bókunar, jafnframt bendir nefndin á að umrætt svæði sem fasteignin Grænigarður L217485 stendur á er Iðnaðarsvæði I34, á meðan Engi og Kúluhús eru innan íbúðarsvæðis I4

10.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Á 206. fundi hafnarstjórnar 4. september sl., var lögð fram skýrsla unnin af Verkís vegna mats á umhverfisáhrifum er varðar fyrirhugaða dýpkun og lengingu Sundabakka á Ísafirði. Höfundar skýrslunnar eru Gunnar Páll Eydal, Margrét Traustadóttir, Sigmar Arnar Steingrímsson og Elín Vignisdóttir. Verkefnisstjóri við gerð skýrslunnar var Gunnar Páll Eydal. Hafnarstjórn vísaði skýrslunni til umsagnar í bæjarráði.
Bæjarráð vísar skýrslunni til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Lagt fram til kynningar, erindið verður afgreitt á fundi 526

11.Öldugata 2 - umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019090045

Íbúðalánasjóður sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Öldugötu 2, Flateyri. Fylgigögn eru umsókn dags. 6. sept. 2019

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings, að viðbættri kvöð um aðgengi lóðarhafa Eyrarvegar til viðhalds að þeirri hlið skúrs sem snýr að Öldugötu 2

12.Viðbygging við áhorfendastúku. Umsókn um byggingarleyfi. - 2019080059

Valur Richter leggur fram fyrirspurn um byggingarleyfi f.h. Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar. Fylgigögn eru umsókn dags. 26.08.2019 ásamt uppdrætti frá Tækniþjónustu Vestfjarða.

Ísafjarðarbær er eigandi mannvirkis að teknu tilliti til eignarhalds, þarf heimild lögaðila.
Erindið kynnt, byggingarfulltrúa falið að vinna málið.

13.Kirkjuból í Korpudal - Endurheimt votlendis - 2019090050

Lögð fram tilkynning um framkvæmdir og verkáætlun frá Votlendissjóði vegna endurheimtingar votlendis á jörðinni Kirkjuból í Korpudal í Önundarfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindi til umhverfisnefndar
Smári Karlsson vék af fundi klukkan 09:05

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?