Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Sólsetrið - Umsókn um lóð - 2019030102
Pálmar Kristmundsson sækir um lóð við enda Vallargötu á Þingeyri vegna framkvæmdar sem kynnt hefur verið bæjaryfirvöldum sem Sólsetrið. Fylgigögn eru umsókn dags. 20.03.2019 og erindisbréf ódagsett.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna verkefnið fyrir íbúasamtökunum Átak, jafnframt að óska álits Skipulagsstofnunar vegna mögulegrar aðalskipulagsbreytingar.
2.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008
Kynntar niðurstöður úr örútboði rammasamnings vegna endurskoðunar aðalskipulags, Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur innkaupafulltrúa að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda, að uppfylltum hæfiskröfum.
Eyþór Guðmundsson innkaupafulltrúi mætti til fundar kl 08:30 og vék af fundi 08:50.
Eyþór Guðmundsson innkaupafulltrúi mætti til fundar kl 08:30 og vék af fundi 08:50.
3.Sundstræti göngustígur - Skipulag - 2019080029
Lögð fram gögn vegna stígagerðar austanmegin Sundstrætis. þ.e. lóðaleigusamningar aðliggjandi lóða, ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?