Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Strandgata 3 - 2019060049
Konrad Galka sækir um endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Strandgötu 3, Hnífsdal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings vegna Strandgötu 3, Hnífsdal.
2.Túngata 3 - Umsókn um endurnýjun lóðaleigusamnings - 2019060047
Níels Ragnar Björnsson sækir um endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Túngötu 3, Ísafirði. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 20. maí sl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Túngötu 3, Ísafirði.
3.Höfði við Kirkjubólshlíðar - Staðfesting lóðarmarka. - 2016100017
Guðbjörn Charlesson sækir um að landamerki á Höfða við Kirkjubólshlíð verði skilgreind skv. hnitsettum uppdrætti frá Loftmyndum ehf. dags. 15.09.2016. Ekki liggja fyrir skilgreind landamerki á Höfða. Viðbótargögn hafa verið lögð fram þ.e. afsal Kirkjubólslands þegar landið var selt Ísafjarðarbæ.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðamörk Höfða skv. meðfylgjandi uppdrætti frá loftmyndum dags. 19.05.2016 og afsali dags. 14.10.1982.
4.Óstaðfestar eignir í sveitafélaginu - 2019060016
Óstaðfestar eignir í Ísafjarðarbæ, sérvinnsla úr landupplýsingarkerfi Þjóðskrár, gögn kynnt.
Gögn kynnt.
5.Tjarnarreitur Þingeyri - 2019060041
Lagðar fram tillögur að deiliskipulagi frá Verkís hf., vegna Tjarnarreits á Þingeyri.
Lagt fram.
6.Umsókn um byggingarleyfi - Dagverðardalur 5 - 2018040031
Aðaluppdráttur frá Hugsjón dags. 23.03.2017 ásamt byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Dagverðardals 2,3 og 4. Ekki bárust neinar athugasemdir við grenndarkynningu. Nú hefur umsækjandi lagt fram breytingar frá fyrri áformum þ.e. uppdráttur dags. 16.06.2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur þörf á því að grenndarkynna þurfi breytt áform m.t.t. 44. gr. skipulagslaga, nefndin bendir á að heimilt er að stytta tímabil kynningar, með áritun á hagsmunaaðila á grenndarkynningargögn með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
7.Umsókn um stofnun lóðar í fasteignaskrá - Landnámsskáli - 2019060053
Fornminjafélag Súgandafjarðar óskar eftir því að bæjaryfirvöld heimili stofnun lóðar úr landi Botns 1, Súgandafirði, Ísafjarðarbæ landnr. 141241 og vísa í undirritað samkomulag Fornminjafélagsins við landeigendur Botns 1, samkomulagið er dagsett 28. maí 2019.
Jafnframt eru lögð fram sem trúnaðargögn tölvupóstar frá Hlöðver Kjartanssyni dags. 18.06.2019 og tölvupóstar frá Eyþóri Eðvarssyni dags. 10.06.2019.
Jafnframt eru lögð fram sem trúnaðargögn tölvupóstar frá Hlöðver Kjartanssyni dags. 18.06.2019 og tölvupóstar frá Eyþóri Eðvarssyni dags. 10.06.2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar sbr. undirritað samkomulag landeigenda við Fornminjafélag Súgandafjarðar, enda liggi fyrir undirritað samþykki landeigenda eða umboðsmanna.
8.Strenglagning í Dagverðardal - 2019060035
Guðmundur Hjalti Sigurðsson sækir, f.h. Orkubús Vestfjarða ohf., um framkvæmdaleyfi vegna lagningar lágspennts rafmangsstrengs í Dagverðardal. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 18.06.2019 ásamt uppdrætti dags. 13.06.2019, sem sýnir fyrirhugaða lagnaleið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis, verkið skal unnið í samráði við Tæknideild Ísafjarðarbæjar, vegna lagna sem fyrir eru.
9.Tilkynning um framkvæmd í C flokk - Ljósleiðaralagning í Dýrafirði og Önundarfirði - 2019060065
Í samræmi við 3. mgr. 4. gr. og viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, óskar Snerpa afstöðu Ísafjarðarbæjar á fyrirhugaðri strenglögn vegna ljósleiðaravæðingar og þrífösunar rafmagns, í Dýrafirði og Önundarfirði um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrfium. Fylgigögn eru erindisbréf dags. 11. júní sem barst í tölvupósti dags. 11.06.2019
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða nefndarinnar er að strenglagning ljósleiðara í Dýrafirði og Önundarfirði, sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að staðfesta þá niðurstöðu.
10.Umsókn um byggingarleyfi - Sumarhús að Bóli í Önundarfirði - 2019050014
Lagt fram bréf dags. 13.06.2019 frá Peter Weiss, þ.e. athugasemdir vegna grenndarkynningar, vegna frístundahúss að Bóli í Önundarfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir athugasemdir sem settar eru fram í fyrsta lið bréfritara að vatnsinntak verði í samræmi við vatnsinntak Selabóls og þannig úr garði gert að það skerði ekki inntakið sem fyrir er. Jafnframt að ákvæðum hverfisverndar H5 sé fylgt þ.e. að Mannvirkjagerðin skuli valda eins lítilli röskun á útivist og umhverfi, þ.e. lífríki, landslagi,fjörum, grunnsævi og leirum, eins og kostur er. Skipulagsfulltrúa er falið að svara öðrum athugasemdum í samræmi við minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 24.06.2019.
Skipulagsfulltrúa falið að svara öðrum athugasemdum út frá minnisblaði dags. 24.06.2019
Skipulagsfulltrúa falið að svara öðrum athugasemdum út frá minnisblaði dags. 24.06.2019
11.Hafrafellsháls - skógrækt - 2019060060
Gísli Eiríksson, f.h. Skógræktarfélags Ísafjarðar, sækir um heimild til frekari uppgræðslu í hlíðum Hafrafellsháls. Fylgigögn er undirrituð greinargerð dags. 15. júní 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila afnot til skógræktar af svæði sem er skilgreint sem 2.3 ha á mynd í greinargerð.
12.Engjavegur 17 - Fyrirspurn um byggingarleyfi, vegna svala - 2019060067
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir leggur inn fyrirspurn um hvort heimilt sé að byggja verönd við suð- austurhlið Engjavegar 17, ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og vísar byggingarfulltrúi umsókninni til Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Fylgigögn eru fyrirspurn dags. 24.06.2019 og uppdrættir dags. 22.06.2019 frá Kjartani Árnasyni arkitekt.
Fylgigögn eru fyrirspurn dags. 24.06.2019 og uppdrættir dags. 22.06.2019 frá Kjartani Árnasyni arkitekt.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir eigendum fasteigna að Seljalandsvegi 18, 20 og 22 ásamt eigendum fasteigna við Engjaveg 14, 15, 16 og 19.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?