Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
521. fundur 12. júní 2019 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Sigurður Mar Óskarsson mætti ekki og enginn í hans stað.

1.Hlíðarvegur 35, endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019050073

Þinglýstir eigendur fasteigna að Hlíðarvegi 35, óska eftir framlengingu lóðarréttinda, þ.e. nýr lóðaleigusamningur. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dagsett 28. maí 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Hlíðarvegi 35.

2.Ránargata 7 - umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019050064

Geir Magnússon þinglýstur eigandi fasteignarinnar að Ránargötu 7, Flateyri, óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 3. maí sl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Ránargötu 7, Flateyri.

3.Umsókn um lóð í fóstur á Flateyri - 2019030038

Sæbjörg Freyja Gísladóttir sækir um að taka lóð í fóstur aftan við lóð að Hrannargötu 2, Flateyri, sbr. meðfylgjandi loftmynd, vegna fyrirhugaðrar grænmetisræktunar. Fylgigögn eru umsókn dags. 10.04.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

4.Grundarstígur 18. Nýr lóðarleigusamningur - 2019050083

Sigurður Hr. Sigurðsson óskar eftir endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Grundarstíg 18, Flateyri.
Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 16. maí.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Grundarstíg 18, Flateyri.

5.Umsókn um lóð fyrir hafnsækna starfssemi við Suðurtanga 20 - 2019060015

Kynnt erindi frá Högna Gunnari Péturssyni, meðfylgjandi eru umsókn um aðstöðu á Suðurtanga. Fylgigögn eru erindisbréf dags. 31.05.2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindi til frekari umræðna hjá Hafnarstjórn.

6.Umsókn um sumarhúsalóð, Tunguskóg 49 - 2019060008

Inga Steinun Ólafsdóttir sækir um lóð í Tungudal, sótt er um lóð á milli tveggja bústaða þ.e. á milli Lækjarhvamms og Fannardals. Lóðin er merkt nr. 49 á skipulagsuppdrætti Tunguskógar frístundasvæðis, fyrrgreindur uppdráttur er ekki í gildi. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 03.06.2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila grenndarkynningu og stofnun lóðar. Grenndarkynnt yrði fyrir eigendum bústaða aðliggjandi lóða þ.e. lóð 39 Hóll, lóð 41 Hálsakot, Lóð 48 Lækjahvammur og lóð 50 Fannardalur.

7.Aðalgata 21, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019060001

Karla Dögg Karlsdóttir óskar eftir endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Aðalgötu 21, Suðureyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 29.05.2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Aðalgötu 21, Suðureyri.

8.Olíutankurinn - Þingeyri - 2019040026

Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og íbúasamtaka Þingeyrar um verkefnið „Tankurinn“ hefur hlotið styrki til framkvæmda frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, gert er ráð fyrir því að staðsetja verkefnið á byggingarlóð við Sjávargötu 16, Þingeyri. Með hliðsjón af verkefni, þarf að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi Þingeyrar, með hliðsjón af verkefni.

9.Akstur fjórhjóla ofan varnargarðs við Urðarveg - 2019050063

Lagt fram bréf Gunnars Skagfjörð Sæmundssonar, dagsett 20. maí sl., þar sem óskað er eftir að bann við akstri á vegslóða ofan við varnargarða á Urðarvegi verði endurskoðað.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1063. fundi sínum 27. maí sl. og vísaði því til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Stígakerfi við ofanflóðavarnir er einungis ætlað til notkunar sem göngu- og reiðleiðir skv. deiliskipulagi. Í skipulaginu er lögð áhersla á að vegslóðar verði ekki færir vélknúinni umferð. Umsókn um afnot af stígum til aksturs fjórhjóla er synjað með vísan í ofangreint og 5. gr. og 13 gr. laga nr. 50/1987.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi, -rannsóknarmastur. Vindorka á Eyrarfjalli, Flateyri - 2019050068

Gunnar Gaukur Magnússon sækir um framkvæmdaleyfi í landi Ísafjarðarbæjar, vegna rannsókna á vindorku á Eyrarfjalli ofan Flateyrar, Ísafjarðarbæ. Sótt er um heimild til þess að setja upp allt að 80 m hátt rannsóknarmastur ásamt mælingarbúnaði. Um er að ræða grindar- eða túbumastur sem er stagað niður með vírum í steyptar undirstöður eða jarðakkeri. Fylgigögn eru greinargerð frá Vesturverk ódagsett, sem ber undirtitilinn "Vindorka á Eyrarfjalli ofan Flateyrar, Ísafjarðarbæ" ásamt fylgigögnum þ.e. viðauki 1 og II
Erindi frestað.

11.Laxeldi í Arnarfirði - framleiðsluaukning um 4500 tonn - 2017120058

Verkís hf. óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar, f.h. Arnarlax hf., með tölvupósti dags. 31. maí sl., vegna tillögu að matsáætlun, vegna aukningar á framleiðslu á laxi í sjókvíum í Arnarfirði um 4.500 tonn. Fylgiskjal tölvupósts eru Drög að tillögu að matsáætlun dags.31.05.2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur að betur þurfi að rökstyðja kafla 6 um framkvæmdakosti, þ.e. aðrir valkostir í frummatsskýrslu. Að öðrum kosti gerir nefndin ekki athugasemdir við tillöguna.

12.Suðurtangi - Átakshreinsun - 2019050081

Kynnt útsend bréf byggingarfulltrúa vegna átakshreinsunar á Suðurtanga, jafnframt er lagt fram bréf frá Hafþóri Halldórssyni f.h. Eimskips, sem barst í tölvpósti dags. 6. júní sl.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

13.Vestri hjólreiðar - Framkvæmdaleyfi - 2019060022

Vestri Hjólreiðar óska eftir heimild til frekari stígagerðar á Seljalandsdal og Tungudal. Meðfylgjandi er ódagsett greinargerð frá Vestra um fyrirhugaða framkvæmd. „Fyrirhugaðar framkvæmdir á fjallahjólaleiðum á Seljalandsdal og Tungudal.“
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar notkun svæðis í eigu Ísafjarðarbæjar, undir fjallahjólreiðar. Nefndin bendir á að viðhald stíga og búnaðar skal vera á ábyrgð Vestra Hjólreiða. Þegar notkun svæðis er hætt skal svæði skilað í viðunandi ástandi og búnaður fjarlægður.

14.Aðrennslissvæði Mjólkárvirkjunar - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2018060003

Gunnar Páll Eydal sækir um framkvæmdaleyfi f.h. Orkubús Vestfjarða við Mjólkárvirkjun. Sótt er um framkvæmdarleyfi í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, framkvæmdin er í samræmi við breytingu á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar 02.11.2017, nú þegar liggur fyrir framkvæmdaleyfi sem samþykkt var í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 12.10.2017 vegna vinnuvegar og skurðar sunnan Grímsvatns. Umsókn þessari er ætlað að taka til annarra þátta sbr. lýsingu í deiliskipulagi þ.e. miðlun og veita í Hófsárveitu efri, gerðar verði tvær stíflur, sett tvö yfirföll og tveir botnlokar auk þriggja veituskurða. Kattarvatni veitt í Tangavatn með veituskurði. Frekari fylgigögnum hefur verið bætt við sbr. umsókn þ.e. skýrsla Haf- og vatnsrannsókna dags. apríl 2019. Heimild Fiskistofu í erindsbréfi dags. 29. maí 2019. Umsókn um framkvæmdaleyfi dags. 07.06.2019 og erindisbréf Verkís f.h. Orkubús Vestfjarða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja og samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

15.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Kynnt minnisblað Vegagerðar dags. 04.06.2019 vegna fyrirhugaðrar lengingar Sundabakka. Áætlað er að dæla þurfi upp allt að 500.000 rúmmetrum af efni. Hluti efnisins nýtist sem uppfyllingarefni á Suðurtanga, skoða þarf frekari staðsetningar með tilliti til þess með hvaða hætti hægt verði að nýta afgangsefni.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur áherslu á að uppdælt efni verði nýtt eins og mögulegt er, kanna þarf staðsetningar s.s. við suðurenda flugbrautar m.t.t. stækkunar öryggissvæðis, jafnframt hvort nýta megi í uppfyllingu í Súðavík vegna fyrirhugaðar kalkþörungarverksmiðju. Nefndin óskar eftir minnisblaði um áætlað magn afgangsefnis og hversu mikið af efni gæti nýst í ofangreindar staðsetningar og hversu mikið fer í stækkun og hækkun Suðurtanga.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?