Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
520. fundur 15. maí 2019 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi - Sumarhús að Bóli í Önundarfirði - 2019050014

Eftirfarandi erindi er vísað til afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1 í skipulagsreglugerð 90/2013. Hugrún Þorsteinsdóttir sækir um byggingarleyfi f.h. Fjallabóls ehf., sótt er um heimild til þess að byggja frístundahús, að Bóli, landnúmer 228016, í Önundarfirði. Fylgigögn eru umsókn dags. 14.04.2019, ásamt aðaluppdráttum frá Hugsjón, dags. 14.04.2019 ásamt skráningartöflu og gátlista vegna aðaluppdrátta.
Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags.15. mars. sl, og tölvupóstur frá Veðurstofu dags. 29. október 2019 og 7. maí 2019.
Skipulags og mannvirkjanefnd telur að grenndarkynna þurfi byggingarleyfisumsókn m.t.t. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.9.1 í skipulagsreglugerð fyrir eftirtöldum aðilum, þ.e. þinglýstum eigendum Kaldár 1 landnr. 199391 og Selabóls lnr. 206466. Hægt er að stytta grenndarkynningartímabil með undirritun hagsmunaaðila á grenndarkynningargögn.

2.Hafnarstræti 4 - Óleyfisframkvæmd - 2019030104

Kynnt bréf byggingarfulltrúa, vegna framkvæmda við Hafnarstræti 4, Ísafirði.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samráði við bæjarlögmann.

3.Djúpvegur, Kofrahús - Endurnýjun lóðaleigusamnings - 2019020018

Eftirfarandi erindi var vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar af fundi bæjarstjórnar nr. 435 sem haldinn var 11. apríl sl.

Sveinn Ingi Guðbjörnsson og Garðar Sigurgeirsson sækja um endurnýjun lóðaleigusamnings vegna Kofrahúss að Djúpvegi þ.e. landnúmer 138924. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 21.01.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila framlengingu lóðaleigusamnings til 10 ára.

4.Malarnám í Skutulsfirði - 2019040054

Orkustofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar Kubbs ehf., um efnistöku af hafsbotni í Polli í Skutulsfirði og norðan við Hattareyri í Álftafirði við Ísafjarðardjúp. Sótt er um leyfi til Orkustofnunar til töku á 10.000 rúmmetrum af möl og sandi í Polli í Skutulsfirði.
Fylgigögn eru eftirfarandi
Umsagnarbeiðni frá Orkustofnun dags. 26. apríl sl.
Bréf Orkustofnunar til Kubbs ehf. dags. 3. júlí 2017
Greinargerð "Efnistaka af hafsbotni í Skutulsfirði" Verkís dags. júlí 2017
Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu frá Verkís dags. apríl 2017
Botndýrarannsóknir í Skutulsfirði greinargerð dags. desember 2008
Bókun hafnarstjórnar af 204 fundi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við uppdælingu efnis og leyfisveitingu Orkustofnunar.

Hinsvegar bendir nefndin á að í botni Skutulsfjarðar er hverfisvernd H6 í gildi og ber framkvæmdaraðila og leyfisveitanda að virða hana.

5.Endurskoðun aðalskipulags Bolungarvíkurkaupstaðar - 2019050017

Gísli Gunnlaugsson f.h. Bolungarvíkurkaupstaðar óskar eftir umsögn um skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Bolungarvíkur 2008-2020, fylgigögn eru erindisbréf dags. 16. apríl 2019
óskað skulu berast eigi síður en 31. maí nk.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsingu Bolungarvíkur dagsetta í mars 2019.

6.N1 eldsneytisafgreiðsla á Suðureyri - 2018020044

Festi ehf. óskar eftir heimild bæjaryfirvalda til þess að grafa upp geyma sem notaðir voru fyrir eldsneyti hjá N1 á Suðueyri, að Skipagötu 3. Um er að ræða þrjá geyma. Fylgigögn eru erindisbréf dags. 8. apríl sl., undirrituð heimild lóðarhafa.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar uppgröft umræddra geyma. Verkið skal unnið undir eftirliti og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. Að verki loknu skal taka sýni vegna hugsanlegrar mengunar og bregðast við með viðeigandi hætti.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Skólagata 3 á Suðureyri - 2019040039

Valur Sæþór Valgeirsson f.h. Björgunarsveitarinnar Bjargar, Suðureyri, sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings að Skólagötu 3.

Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 15. apríl 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings við Skólagötu 3, Suðureyri, lóð Skólagötu 3 er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

8.Ísafjarðarhöfn - stöðuleyfi fyrir torgsöluhús - 2016040066

Kristín Þórunn Helgadóttir óskar eftir endurnýjun stöðuleyfis vegna torgsöluhúss við Ísafjarðarhöfn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði erindinu til hafnarstjórnar á 519. fundi sínum. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við endurnýjun stöðuleyfisins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar útgáfu stöðuleyfis.

9.Umsókn um byggingarleyfi - Sæborg lóð 3 - 2017050111

Lögð fram umsögn Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps dags. 7. maí sl.. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði umsagnar félagsins með vísan í samkomulag Ísafjarðarbæjar, Umhverfisstofnunar og LGS frá því í mars 2004. Í umsögn er velt upp tveimur spurningum þ.e. hvort hömlur séu á því hverjum sé heimilt að byggja og hvort ónýttur byggingarréttur teljist sameiginleg gæði allra landeigenda og vísar til bókunar nefndar frá 453. fundi, þ.e. tillaga nefndar til bæjarstjórnar um að heimila stofnun lóða 1,2 og 3 í landi Sæborgar.
Með bókun nefndar frá fundi 453. var ætlað að tryggja að samþykki landeigenda lægi fyrir sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001 þ.e. lög um skráningu og mat fasteigna, þ.e. hinsvegar ekkert í lögunum sem gefur til kynna að landeigendur aðliggjandi jarða hafi eitthvað með uppskiptingu lands og skráningu fasteigna á jörðinni Sæborg lnr. 206817, og vísað er til 14. gr. 1 mgr. b, c liða sömu laga. Fyrrgreind bókun á fundi nr. 453 var sett fram áður en í ljós kom að Sæborg var lögbýlisjörð og hafði verið skipt upp úr landa Garða.
Byggingaréttur er óbundinn einstaklingum og miðast við frístundasvæði F41 í heild sinni, þ.e. öllum frjálst að sækja um byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum skipulags- og byggingarreglugerðar, ásamt lögum um mat og skráningu fasteigna.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?