Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019
Þann 6. september 2018, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman og tók fyrir mál nr. 116/2016, þ.e. kæra vegna meintra óleyfisframkvæmda á Látrum í Aðalvík.
Í samræmi við úrskurð nefndarinnar, voru send bréf dags. 18. jan. 2019 á Friðrik Hermannsson og Miðvík ehf., gefinn var fjögurra vikna andmælafrestur vegna fyrrgreindra bréfa. Andmæli bárust í pósti frá Miðvík ehf. móttekið af hálfu Ísafjarðarbæjar 25. feb. 2019, andmæli bárust einnig í tölvupósti dags. 27. febrúar 2019 ásamt viðhengjum, frá Bárði Gísla Hermannssyni f.h. eigenda Sjávarhúss.
Greinargerð Miðvíkur ehf. er þríþætt, þ.e. ósk um endurupptöku máls Sjávarhússins á grundvelli nýrra gagna. Jafnframt er gerð krafa um að smáhýsin á Látrum verði fjarlægð, jafnframt er óskað eftir frekari gögnum.
Í samræmi við úrskurð nefndarinnar, voru send bréf dags. 18. jan. 2019 á Friðrik Hermannsson og Miðvík ehf., gefinn var fjögurra vikna andmælafrestur vegna fyrrgreindra bréfa. Andmæli bárust í pósti frá Miðvík ehf. móttekið af hálfu Ísafjarðarbæjar 25. feb. 2019, andmæli bárust einnig í tölvupósti dags. 27. febrúar 2019 ásamt viðhengjum, frá Bárði Gísla Hermannssyni f.h. eigenda Sjávarhúss.
Greinargerð Miðvíkur ehf. er þríþætt, þ.e. ósk um endurupptöku máls Sjávarhússins á grundvelli nýrra gagna. Jafnframt er gerð krafa um að smáhýsin á Látrum verði fjarlægð, jafnframt er óskað eftir frekari gögnum.
Byggingafulltrúa falið að svara í samráði við bæjarlögmann.
Fundi slitið - kl. 09:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?