Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
513. fundur 23. janúar 2019 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Atlastaðir, Fljótavík - 2018100047

Halldóra Þórðardóttir sækir um framkvæmdaleyfi f.h. Atlastaða sumarhúsafélag kt. 410799-3329, sótt er um heimild til þess að bæta lendingaraðstöðu fyrir báta í Fljótavík. Framkvæmdin felur í sér steypta plötu og stoðvegg sem er 15 metra langur, ysti partur veggsins er áætlaður um 2.2 metrar og lækkandi er nær dregur landi. Áætlað er að veggurinn geti verið um 0.8 m næst fjörunni. Frágangi verði þannig háttað að hún falli sem best að landslagi.
Fylgigögn eru undirritað erindisbréf ásamt þversniði dags. 12. október 2018 ásamt ljósmyndum.
Heimild Umhverfisstofnunar dags. 10. janúar 2018
Kynnt minnisblað bæjarlögmanns dags. janúar 2019 um framkvæmdaleyfi í Hornstrandafriðlandi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis,með vísan í umsögn Umhverfisstofnunar dags. 10. janúar 2019.

2.Ósk um óverulega breytingu á aðalskipulagi, svæði M4 - Sindragata 10 - 2018120073

Pols Engineering sækir um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, sótt er um breytingu sem snýr að stækkun miðsvæðis M4. Fylgigögn eru erindisbref dags. 27.11.2018
Skipulagsfulltrúa falið að óska frekari gagna.
Fylgiskjöl:

3.Umsókn um afnot af svæði til hjólreiða - 2019010058

Reiðhjóladeild Vestra sækir um afnot af svæði til þess að byggja upp æfingaaðstöðu fyrir hjólreiðar o.fl. sambærilegar íþróttir s.s. hjólabretti, hlaupahjól og línuskauta. Þrjár staðsetningar koma til greina þ.e. á milli lóðar Grænagarðs fyrrum Eyrarsteypu og Seljalandsbrekku.
Annar valkostur er innan við Tjaldsvæðið í Tungudal Þriðji valkostur er við skíðasvæði í Tungudal.
Fylgigögn eru undirrituð umsókn og greinargerð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir fundi með Nanný Örnu, varðandi umsókn Vestra.

4.Brekkugata 13, Þingeyri - Athugasemdir nágranna - 2018090039

Kynnt svarbréf dags. 14.10.2018 frá þinglýstum eigendum Brekkugötu 13, Þingeyri.
Gögn kynnt

5.Hesteyri, þjónustuhús - deiliskipulag - 2018060060

Í bókun Umhverfisnefndar nr. 414 þann 11. júní 2014 var lagður fram tölvupóstur Ingva Stígsonar f.h. Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps, dagsettur. 29. maí 2014. Eftirfarandi bókaðá fundi Umhverfisnefndar.
"Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs kanni möguleika á gerð svæðisskipulags/nýtingaráætlunar (rammahluta aðalskipulags) í samstarfi við Umhverfisstofnun og landeigendur"

Vegna fyrrgreindrar bókunar eru kynnt bréf skipulagsfulltrúa til Umhverfisstofnunar dags. 15. janúar 2019 og Svarbréf Umhverfisstofnunar dags. 15. janúar 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir fundi með Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepp og Umhverfisstofnun.

6.Bílgeymsla í Engidal - niðurrif - 2019010062

Orkubú Vestfjarða óskar eftir heimild til niðurrifs á bílgeymslu við Fossavatns- og Nónhornsvirkjun, vegna hrörlegs ástands. Bílgeymslan var byggð árið 1966 og merkt sem matshluti 030101 við fasteignanúmer F2118905
Fylgigögn eru undirritað erindisbréf frá Orkubú Vestfjarða dags. 10. jan. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar niðurrif matshluta 030101 og vísar til gr. 15.2.4 í byggingarreglugerð, þ.e. að flytja skal allan úrgang vegna framkvæmda við mannvirki til viðurkenndrar móttökustöðvar, sé asbest til staðar skal vinna við niðurrif á asbesti í byggingum vera í samræmi við reglugerð um bann við notkun asbests á vinnustöðum og reglugerðar um asbestúrgang.

7.Umsókn um stöðuleyfi gáms. Sindragata 15 - 2019010061

Magnús Ingi Traustason sækir um stöðuleyfi f.h. Sólbarða ehf., vegna gáms við Sindragötu 15. Gámurinn mun standa fyrir aftan hús sbr. afstöðumynd og ætlað undir loftpressu og smurolíubyrgðir og úrgangsolíu.
Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn og afstöðumynd.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað með vísan í staflið G í gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð 112/2012

8.Eyrarvegur 8, Flateyri - Endurnýjun lóðaleigusamnings - 2019010003

Snævar Guðmundsson óskar eftir því f.h. Ríkiseigna, að lóðaleigusamningur verði endurnýjaður vegna fasteignar að Eyrarvegi 8, Flateyri. Fylgigögn eru tölvupóstur dags. 02.01.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings.
Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi 09:15

9.Aðgengi frá Miðtúni að Seljalandsvegi 85 - 2018110079

Helga Hausner sækir um breytta skráningu Seljalandsvegar 85 þ.e. að aðgengi að húsinu verði frá Miðtúni. Fylgigögn eru erindisbréf dags. 20.11.2018

Með hliðsjón af legu Miðtúns og staðsetningu Litla Býlis, þ.e. Seljalandsvegur 85, þá nær lega Miðtúns ekki að Seljalandsvegi 85, sbr. þéttbýlisuppdrátt í Aðalskipulagi Ísafjarðar 2008-2020 og mæliblaði lagt fram af Tæknideild Ísafjarðarbæjar dags. okt. 1976. Aðalinngangur húsa skal vera við þá götu sem fasteignin stendur við, með vísan í 15. gr. reglugerðar 577/2017 þ.e. reglugerð um skráningu staðfanga.
Umsókn um breytta skráningu er hafnað.
Sigurður Mar Óskarsson kom til fundar 09:30

10.Brimnesvegur 12 - Endurnýjun lóðaleigusamnings - 2019010064

Ágúst Mogensen sækir um endurnýjun lóðaleigusamnings, vegna fasteignar að Brimnesvegi 12, Flateyri.
Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 21.01.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu nýs lóðaleigusamnings, með kvöð á lóð um aðgengi lóðarhafa Brimnesvegar 12a, vegna viðhalds.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?