Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Deiliskipulag - Eyrarskjól - 2018050049
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Eyrartún, reitur 2. Tillagan er dagsett 21.12.2018. Gerðar voru breytingar á uppdrætti í samræmi við bókun skipulags- og mannvirkjanefndar frá fundi nr. 510 Breytingin felst í því að mörkum skipulagsins er breytt og fallið er frá skilmálabreytingu á Túngötu 10 og 12 ásamt skilmálabreytingum við Eyrargötu 3.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að breytingar á áður auglýstum uppdrætti séu þess eðlis að ekki þurfi að auglýsa að nýju og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar.
2.Heildarendurskoðun aðalskipulags Súðavíkurhrepps - Umsagnar óskað - 2017040004
Jóhann Birkir Helgason óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar, á endurskoðun Aðalskipulags Súðavíkurhrepps 2018-2030, f.h. Súðarvíkurhrepps.
Tillagan er send til kynningar á vinnslustigi sbr. gr. 4.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, umsagnarbeiðni barst í tölvupósti dags. 28. nóvember 2018
Tillagan er send til kynningar á vinnslustigi sbr. gr. 4.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, umsagnarbeiðni barst í tölvupósti dags. 28. nóvember 2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki efnislegar athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Súðavíkurhrepps 2018-2030
3.Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019
Drög að bréfi til Miðvíkur, kynnt. Þ.e. vegna óleyfisframkvæmda að Látrum.
4.Eyrarskjól - viðbygging - 2016020093
Kynntir uppdrættir frá Arkþing að viðbyggingu Eyrarskjóls
Gögn kynnt.
5.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057
Á fundi bæjarráðs nr. 1043 var kynnt minnisblað Erlu Bryndísar Kristjánsdóttur, landslagsarkítkekts, dags. 7. desember sl., varðandi gistirými á íbúðarsvæðum í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Bæjarráð vísar erindi á skipulags- og mannvirkjanefnd.
Minnisblað kynnt, og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 11:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?