Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
511. fundur 28. desember 2018 kl. 10:00 - 11:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Eyrarskjól - 2018050049

Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Eyrartún, reitur 2. Tillagan er dagsett 21.12.2018. Gerðar voru breytingar á uppdrætti í samræmi við bókun skipulags- og mannvirkjanefndar frá fundi nr. 510 Breytingin felst í því að mörkum skipulagsins er breytt og fallið er frá skilmálabreytingu á Túngötu 10 og 12 ásamt skilmálabreytingum við Eyrargötu 3.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að breytingar á áður auglýstum uppdrætti séu þess eðlis að ekki þurfi að auglýsa að nýju og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar.

2.Heildarendurskoðun aðalskipulags Súðavíkurhrepps - Umsagnar óskað - 2017040004

Jóhann Birkir Helgason óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar, á endurskoðun Aðalskipulags Súðavíkurhrepps 2018-2030, f.h. Súðarvíkurhrepps.
Tillagan er send til kynningar á vinnslustigi sbr. gr. 4.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, umsagnarbeiðni barst í tölvupósti dags. 28. nóvember 2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki efnislegar athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Súðavíkurhrepps 2018-2030

3.Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019

Drög að bréfi til Miðvíkur, kynnt. Þ.e. vegna óleyfisframkvæmda að Látrum.

4.Eyrarskjól - viðbygging - 2016020093

Kynntir uppdrættir frá Arkþing að viðbyggingu Eyrarskjóls
Gögn kynnt.

5.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Á fundi bæjarráðs nr. 1043 var kynnt minnisblað Erlu Bryndísar Kristjánsdóttur, landslagsarkítkekts, dags. 7. desember sl., varðandi gistirými á íbúðarsvæðum í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Bæjarráð vísar erindi á skipulags- og mannvirkjanefnd.
Minnisblað kynnt, og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?