Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Umsókn um stöðuleyfi - Sundstræti 33 - 2018100038
Haukur Sigurðsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám, við Sundstræti 33, Ísafirði. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 19.10.2018 ásamt loftmynd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi, í samræmi við innsend gögn, til eins árs. Nefndin bendir á að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að umsækjandi geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu.
2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083
Kynntar eru gjaldskrár fyrir árið 2019 vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda ásamt gjaldskrá fyrir skipulagsbreytingar og framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingafulltrúa og vísar gjaldskránum til bæjarráðs.
3.Málefni hverfisráða 2017-2018 - 2017010043
Lagt fram bréf Gylfa Sigurðssonar, íbúa við Túngötu 5 á Ísafirði, dagsett 4. október sl., með athugasemdum vegna ærslabelgs á Eyrartúni
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1033. fundi sínum 8. október sl. og vísaði því til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1033. fundi sínum 8. október sl. og vísaði því til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara bréfritara.
4.Tunguskógur 39 - Umsókn um lóðaleigusamning - 2018100053
Hrafn Snorrason óskar eftir því við bæjaryfirvöld f.h. Snorra Hermannssonar að gerður verði lóðaleigusamningur vegna sumarbústaðar við Tunguskóg 39, Ísafirði.
Lagt fram lóðarblað dags. 18. okt. 2018 ásamt drögum að samningi.
Lagt fram lóðarblað dags. 18. okt. 2018 ásamt drögum að samningi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings um Tunguskóg 39.
5.Hesteyri, þjónustuhús - deiliskipulag - 2018060060
Lagt fram bréf Kristínar Óskar Jónasdóttur og Ólafs A. Jónssonar f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 9. okt. sl. Í bréfi er gerð grein fyrir fjölda ferðamanna og umfangi deiliskipulags, sbr. bókun skipulags- og mannvirkjanefndar frá fundi nr. 503.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu. Beðið er svars Skipulagsstofnunar við erindi skipulagsfulltrúa varðandi heimildir sveitarfélagsins til skipulags svæðissins.
6.Umsókn um lóðaleigusamning - Hlíðarvegur 26a - 2018100048
Grímur Freyr Finnbogason sækir um lóðaleigusamning vegna fasteignar við Hlíðarveg 26a. Fylgigögn eru umsókn dags. 26.10.2018. Jafnframt er lögð fram tillaga að lóðarblaði frá tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að yfirfara lóðarleigusamninga aðliggjandi lóða og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
7.Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 við Naustahvilft í Skutulsfirði var send inn til Skipulagsstofnunar til athugunar, í samræmi við gr. 4.6.2. í skipulagsreglugerð. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir í erindisbréfi sínu dags. 30. maí 2018, brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Lögð er fram leiðrétt tillaga að aðalskipulagsbreytingu frá Alta dags. í október 2018, ásamt tilheyrandi deiliskipulagstillögu við Naustahvilft frá Alta ehf., dags. í október 2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar dags. okt. 2018 verði auglýst skv. 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og deiliskipulagstillaga og greinargerð frá Alta frá því í október 2018 auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi slitið - kl. 09:07.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?