Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
505. fundur 26. september 2018 kl. 08:00 - 08:39 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um lóð - Eyrargata 11, Suðureyri - 2018090008

Eftirfarandi erindi var tekið fyrir á 504. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar og var óskað frekari gagna.
Sigfús Bergmann Önundarson sækir um lóð við Eyrargötu 11, Suðureyri, skv. undirritaðri umsókn dags. 04.09.2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Sigfús Bergmann Önundarson, fái lóð við Eyrargötu 11, skv. núgildandi skipulagi og umsókn dags. 24.11.2018, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Fylgiskjöl:

2.Aðrennslissvæði Mjólkárvirkjunar - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2018060003

Eftirfarandi erindi var áður á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar á fundi nr. 501.
Gunnar Páll Eydal, sækir um framkvæmdaleyfi f.h. Orkubús Vestfjarða, vegna skurðar sunnan Grímsvatns og þar með veita vatni í Borgarhvilftarlæk. Gert er ráð fyrir 400 metra löngum og 7-8 metra djúpum yfirfallsskurði sunnan Grímsvatns, skurðurinn verður styttri, grynnri og talsvert mjórri en heimilt er skv. deiliskipulagi svæðisins. Einungis er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir umræddum skurði, frekari framkvæmdir bíða þar til rannsóknum á lífríki er lokið. Fylgigögn með umsókn eru erindisbéf dags. 6. júní, deiliskipulagsuppdráttur dags. 21.04.2017, bréf frá Fiskistofu dags. 24. maí 2018.
Lögð eru fram viðbótargögn í samræmi við bókun fundar nr. 501 þ.e. minnisblað frá Hafrannsóknarstofnun dags. 20.sept. 2018 og bréf frá Fiskistofu dags. 25. september.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna skurðar sunnan Grímsvatns, á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja og samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010

3.Deiliskipulag - Eyrarskjól - 2018050049

Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Eyrartún, um er að ræða uppdrátt með greinargerð, frá Verkís, dags. 26.09.2018.
Breytingin gerir ráð fyrir að hús við Eyrargötu 1, þ.e. svokallað AA hús víki og stækkun leikskólans Eyrarskjóls við Eyrargötu 1 nái yfir reitinn, jafnframt tekur breytingin til lóðar 10 við Túngötu, þ.e. að skilmálar lóðarinnar breytast. Ekki verður lengur gert ráð fyrir gæsluvelli, hinsvegar er gert ráð fyrir uppbyggingu tengdri safnahúsinu og þeirri starfsemi sem því fylgir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að uppdráttur og greinargerð dags. 26.09.2018 verði auglýst skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010

4.Málefni hverfisráða 2017-2018 - 2017010043

Lagt er fram minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 18. sept. sl. vegna fyrirhugaðrar staðsetningar ærslabelgs á Þingeyri. Tvær staðsetningar hafa komið til greina þ.e. við Íþróttamiðstöð á Þingeyarodda og á lóð Fjarðargötu 3.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að staðsetning við íþróttamiðstöð Þingeyrar sé heppilegri staðsetning ærslabelgs m.t.t. umferðaröryggissjónarmiða. Jafnframt er Fjarðargata 3 byggingarlóð sem ætluð er til úthlutunar sem slík.

Fundi slitið - kl. 08:39.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?