Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
497. fundur 25. apríl 2018 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag í Dagverðardal - 2008060063

Erindi frestað á fundi 496, og framkvæmdaraðili boðaður á fund nefndar.
Lagt fram deiliskipulag fyrir Dagverðardal, tillagan fór í málsmeðferð skv.25 gr. skipulagslaga nr. 73/1997
Nýtt deiliskipulag ásamt greinargerð fyrir Dagverðardal, fór í gegnum málsmeðferð skv. skipulagslögum.
Meira en þrír mánuðir liðu frá samþykki í sveitastjórn þar til auglýsing birtist í B-deild stjórnartíðinda þar með taldist viðkomandi deiliskipulag ógilt. Gögn lögð fram til umræðna.
Skipulags- og byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.

Gautur Ívar Halldórsson mætti til fundar 08:00 og vék af fundi 08:30

2.Tunguskeið - Óveruleg breyting á deiliskipulagi. - 2017010033

Deiliskipulagstillaga ásamt greinargerð dags. 5. janúar vegna iðnaðarhluta Tunguskeiðs var auglýst skv. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010, var tillagan til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði og á heimasíðu Ísafjarðarbæjar frá og með 23. febrúar til og með 9. apríl 2018. Á auglýstum tíma barst ein athugasemd frá Ragnheiði Hákonardóttur með tölvupósti dags.13.03.2018
Skv. skipulagsreglugerð ber að sýna veghelgunarsvæði á deiliskipulagsuppdrætti, enda svæði sem um gilda takmarkanir sbr. 32. gr. vegalaga. Veghelgunarsvæði er í gildi óháð því hvort það er sýnt á uppdrætti eða ekki. Ekki er um aðrar kvaðir en þær sem vísað er til í vegalögum. Að mati nefndar á athugasemd Ragnheiðar Hákonardóttur ekki við rök að styðjast. Nefndin leggur til við bæjastjórn að samþykkja uppdrátt óbreyttan sem auglýstur var skv. skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

3.Umsókn um byggingarleyfi - Dagverðardalur 5 - 2018040031

Eftirfarandi erindi var vísað til skipulags- og mannvirkjanefdnar af 26. afgreiðslufundi byggingafulltrúa.
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir sækir um byggingaleyfi vegna endurbyggingar og stækkunar á núverandi sumarhúsi við Dagverðardal 5, einnig sótt um heimild til endurbyggingar á geymsluhúsi. Fylgigögn eru undirrituð umsókn móttekin 03 apríl 2018 og aðaluppdrættir frá Hugsjón dags. 24.03.2018
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og vísar byggingafulltrúi umsókninni til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1. skipulagsreglugerðar nr.90/2013
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum við Dagverðardal 2,3 og 4

4.Aukin framleiðsla á laxi í Arnarfirði - 2016020071

Lagður fram tölvupóstur Ómars Ingþórssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsettur 3. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar frummatsskýrsla um framleiðslu á 4.000 tonnum af laxi í kynslóðaskiptu eldi í Arnarfirði.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1012. fundi sínum 9. apríl sl., og vísaði til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur að frummatsskýrsla Arctic Sea Farm uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og geri grein fyrir framkvæmdinni á fullnægjandi hátt. Engu að síður bendir nefndin á að nýtingaráætlun Arnarfjarðar 2012-2024 gerir ekki ráð fyrir kvíaeldi á svæðinu milli Hvestudals og Bíldudals.


5.Umsókn um lóð - Ártunga 2 - 2018040033

Einar Birkir Sveinbjörnsson sækir um lóðína Ártunga 2 f.h. Einar Byggir ehf. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 4. apríl 2018

Jafnframt sækir Einar Birkir Sveinbjörnsson um niðurfellingu gatnagerðargjalda við Tungubraut 2-4-6-8 og 10 sbr. bókun bæjarráðs 14. júlí 2017 sem samþykkti að fella niður gatnagerðargjöld af eftirtöldum lóðum lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 10. júlí 2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Einar Byggir ehf. fái lóð við Ártungu 2, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda við Tungubraut er vísað til bæjarráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra.

6.Umsókn um lóð - Hrafnatangi 4 - 2018040059

Hallgrímur Kjartansson f.h. Sjávareldis ehf. og Hábrúnar ehf., sækir um lóð við Hrafnatanga 4. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 28. apríl 2016
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Sjávareldi ehf. og Hábrún ehf. fái lóðina Hrafnatangi 4, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Lóðin Hrafnartangi 4 er ekki að fullu nothæf fyrr en að uppfyllingu og hafnarframkvæmdum á svæðinu er lokið.

7.Stekkjargata 4 - Umsókn um stækkun lóðar - 2018040061

Sigurður Sívertsen sækir um stækkun lóðar að Stekkjargötu 4, meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 20. apríl 2018 og lóðablað frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Erindi frestað.

8.Umsókn um lóð - Silfurgata 4 - 2018030104

Eigendur fasteignarinnar að Aðalstræti 26a, Ísafirði, sækja um lóðina að Silfurgötu 4 sem viðbót við Aðalstræti 26a, meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 27. mars 2018
Lóðin er að svo stöddu hluti af svæði sem skipulagt verður sem verndarsvæði í byggð, nefndin telur ekki tímabært að úthluta henni fyrr en skipulagsvinnu er lokið.

9.Umsókn um lóð fyrir reiðhöll í Engidal - 2017110012

Marinó Hákonarson f.h. Kaplaskjóls ehf. sækir um lóðina Kaplaskjól Reiðhöll landnr. 226183, vegna fyrirhugaðarar reiðhallar meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 23.04.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Kaplaskjól ehf. fái lóðina Kaplaskjól Reiðhöll, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

10.Umsókn um byggingaleyfi - Sundstræti 32 - 2017070010

Ragnar Kristinn Ágústsson og Eiríkur Gísli Johannson sóttu um byggingaleyfi vegna svala við Sundstræti 32, Ísafirði. Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti að grenndarkynna byggingaráform fyrir íbúum við Sundstræti 30, 35, 35a og 35 b skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Alls bárust fimm athugasemdir við grenndarkynningu.
Með hliðsjón af þeim athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu fyrirhugaðra svala við Sundstræti 32 þá tekur nefndin afstöðu með hagsmunaaðilum og hafnar erindinu.

Með vísan í 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þá eru stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru á grundvelli þessa laga kæranlegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Frestur til að skjóta máli til nefndarinnar er einn mánuður frá því að kæranda varð kunnugt, eða mátti vera kunnugt, um ákvörðun þá sem kæra á.
Málsmeðferð og kæruaðild skv. 4. gr. laga um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011

Kæra til nefndarinnar skal vera skrifleg og undirrituð. Þar skal koma fram hver er kærandi, hvaða ákvörðun er kærð, kröfur kæranda og rök fyrir kæru. Úrskurðarnefndin getur ákveðið að kæra skuli borin fram á sérstöku eyðublaði sem hún skal þá hafa aðgengilegt fyrir alla.

11.Torfnes - Nýtt Deiliskipulag - 2017030092

Vegna formgalla í fyrri bókun er eftirfarandi erindi tekið fyrir að nýju.
Þann 9. feb. sl. var óveruleg breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna fjölnotahúss við Torfnes, staðfest af hálfu Skipulagsstofnunar og auglýsing birt í b-deild.
Deiliskipulagstillaga frá Verkís dags. 19.07.2017 er lögð fyrir að nýju þar sem tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Torfnes, var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillagan var auglýst frá og með 20. júlí til og með 31. ágúst 2017.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áður auglýsta deiliskipulagstillögu sem auglýst var skv.1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alingis, dagsettur 20. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál. Umsagnarfrestur er til 4. maí nk.
Bæjarráð vísar beiðninni til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Nefndin vísar í bókun frá 400. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 1. júní 2017 þar sem segir.

Ísafjarðarbær telur að skipulagsvald yfir strandsvæðum ætti að fela sveitarfélögum og skilja það þannig frá skipulagsvaldi yfir hafsvæðum sem ætti að vera á hendi ríkisvaldsins. Slíkt fyrirkomulag er í eðlilegu og nauðsynlegu samhengi við skipulagsvald sveitarfélaga og styrkir um leið staðbundna sjálfbæra samfélagsþróun, náttúruvernd, atvinnulíf, og atvinnuþróun.
Verði frumvarpið óbreytt að lögum fer forgörðum kjörið tækifæri til valdeflingar sveitafélaga og eflingu þátttökulýðræðis. Það gæti orðið mikill drifkraftur í því verkefni að móta stefnu um skipulag strandsvæða ef frumkvæði heimamanna væri virkjað með því að færa þeim verkefnið. Búast má við að lærdómsferli íslensks samfélags yrði hraðara þegar fjölmörg sveitarfélög nálgast verkefnið á mismunandi forsendum en þó á sama grunni og unnið er að skipulagi í dag.
Í samfélaginu er mikil umræða um aukið íbúalýðræði. Nærtæk leið til að auka íbúalýðræði er að beina því m.a. í gegnum þann farveg sem nefndir sveitarfélaga og skipulagslög hafa þegar búið til. Metnaðarfull sveitarfélög hafa, undir eftirliti Skipulagsstofnunar, gert vandaðar skipulagsáætlanir á borð við aðalskipulag sveitarfélaga. Slík vinna er bæði samfélagslega eflandi og lýðræðisleg.
Víða um heim eru strandsvæðin innan einnar sjómílu utan við grunnlínu á skipulagsvaldi sveitarfélaga - þannig er það í Noregi. Í Svíþjóð og Finnlandi eru skipulagsmörk sveitarfélaga 12 sjómílur utan grunnlínu. Að auki miðast Vatnatilskipun Evrópusambandsins við eina sjómílu utan við grunnlínu. Það er tæpast nokkur ástæða til þess fyrir Íslendinga að halda í flókna og svifaseina miðstýringu að svo miklu leyti sem hægt er að greiða úr málum með skipulagsvaldi sveitarfélaga og því íbúalýðræði sem því fylgir. Gera má ráð fyrir að skipulagsmál yrðu skilvirkari, heildstæðari og einfaldari ef skipulagsvald á strandssvæðum yrði fært til sveitarfélaga.

Lágmarksbreytingar til þess að frumvarpið geti orðið að lögum í sátt telur Ísafjarðarbær að séu eftirfarandi:
a) Að kveðið yrði á um að stefnt skuli að tilraunum með að færa vald yfir strandsvæðaskipulagi til sveitarfélaga, jafnvel þó að á öðrum stöðum verði svæðisráð rekin samhliða. Sveitarfélög á Austfjörðum og Vestfjörðum liggja sennilega best við þessari tilraun þar sem mikil umræða hefur farið fram á þeim svæðum um þessi mál og góð reynsla komin á skipulagsferli og áætlanir.
b) Að í svæðisráði sem kveðið er á um í frumvarpinu hafi aðliggjandi sveitarfélög aukið vægi í svæðisráðinu auk þess sem sveitarfélögin hafi neitunarvald líkt og fulltrúar þeirra fimm ráðuneyta sem koma að svæðisráðinu.
c) Í fumvarpinu kemur fram „Við vinnslu frumvarpsins kom skýrt fram að brýnt væri að vinna sem fyrst strandsvæðisskipulag fyrir Vestfirði sökum mikillar eftirspurnar þar“ Mikil eftirspurn og áform eru um laxeldi á Austfjörðum og því mikilvægt að farið verið strax í samskonar vinnu á Austfjörðum og kveðið er á um í frumvarpinu að verði á Vestfjörðum

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?