Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
492. fundur 24. janúar 2018 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Jón Kristinn Helgason varamaður
  • Ásvaldur Magnússon áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Dýrafjarðargöng - Kjaranstaðir vegsvæði - 2018010062

Vegagerðin óskar eftir því við bæjaryfirvöld að stofnuð verði lóð undir vegsvæði í landi Kjaransstaða, Dýrafirði, landnr. 140663. Fylgiskjöl eru eftirfarandi, þ.e. eyðublað F-550 umsókn um stofnun lóðar dags. 08.01.2018 undirritað e.u.
Vottað umboð f.h. landeigenda Kjaransstaða. Fylgiskjal 1 Hnitsettur uppdráttur frá Verkís dags. 29.11.2017 verknúmer 08240
Fylgiskjal 2 Uppdráttur frá Verkís dags. sept. 2016
Fylgiskjal 3 uppdráttur frá verkís dags. sept. 2016


Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir vegsvæði Vegagerðar úr landi Kjaransstaða.

Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi við afgreiðslu erindis.

2.Almenn erindi - 2018010063

Gögn kynnt er varða samráðsfundi Umhverfisstofnunar í samstarfi við Ísafjarðarbæ og Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps, vegna stjórnunar og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum. Fylgiskjöl eru samantekt funda þ.e. þrjú skjöl og drög að kafla 3 í verndaráætlun.
Gögn kynnt.

3.Umsókn um óverulega breytingu á Ask 2008-2020 - 2017080052

Einar Hreinsson leggur fram drög að óverulegri breytingu að Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 breytingin snýr að frístundahúsasvæði F14 og jörðinni Sæborg lnr. 206817 og hennar sé getið í skipulaginu, öll ákvæði aðalskipulagsins og landnotkun er óbreytt.




Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja meðfylgjandi tillögu og heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulega breytingu.

Nefndin telur um að einungis sé verið að gera leiðréttingu m.v þinglýst gögn og rúmist innan þess að vera óveruleg breyting miðað við gátlista Skipulagsstofnunar.

Magni Hreinn Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindis.

4.Sindragata 7 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - 2017080053

Karl Ásgeirsson leggur fram fyrirspurn til bæjaryfirvalda f.h. 3X - Tecnology um hvort fyrirtækinu sé heimilt að gera breytingu á deiliskipulagi Sindragötu 5-7 þar sem byggingarreitur á lóð 5 er stækkaður og nýtingarhlutfall er hækkað úr 0.7 í 1 Fyrirtækið hyggur á stækkun vegna vaxandi umsvifa og áformar að stækka tengibyggingu á milli Sindragötu 5 og 7 jafnframt stækka húsið að Sindragötu 5 í átt að Sundabakka, þar sem byggingalína yrði samsíða byggingalínu Sindragötu 3 og kemur til með að mynda heildstæða götumynd. Meðfylgjandi er afstöðumynd frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. jan. 2018 og erindisbréf dags. 22.01.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, nefndin óskar umsagnar hafnarstjórnar.


Sigurður Jón Hreinsson vék af fundi við afgreiðslu erindis.

5.Almenn erindi - 2018010063

Gögn kynnt varðandi kæru vegna starfsleyfis Umhverfisstofnunar útgefið 22. nóvember 2017 fyrir eldi Artic Sea Farm á 4000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og- eða laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði.
Gögn kynnt.

6.Áætlun um endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar - 2018010063

Gögn kynnt er varða áætlun um endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Erindi frestað.

7.Fjarðarstræti 20, sala eigna/byggingarétts. - 2017110034

Gögn kynnt er varða byggingarrétt lóðar við Fjarðarstræti 20
Gögn kynnt.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?