Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Seiðaeldi - Skipulag - 2017120004
Skipulags- og mannvirkjanefnd kannar forsendur fyrir seiðaeldi í Borgarfirði, Þorsteinn Másson frá Arnarlax mætir til fundar.
Lagt fram minnisblað frá Verkís dags. 05.12.2017
Uppdrættir I, II, og III frá tæknideild Ísafjarðarbæjar dags 04.12.2017
Minnisblað byggingafulltrúa. 04.12.2017
Uppdráttur frá Verkís dags. okt. 2016
Lagt fram minnisblað frá Verkís dags. 05.12.2017
Uppdrættir I, II, og III frá tæknideild Ísafjarðarbæjar dags 04.12.2017
Minnisblað byggingafulltrúa. 04.12.2017
Uppdráttur frá Verkís dags. okt. 2016
2.Umsagnarbeiðni - Aðalskipulag Reykhólahrepps - 2017120007
Bogi Kristinsson Magnusen, skipulags- og byggingarfulltrúi Reykhólahrepps, óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagsbreyting felst í breyttri legu á Vestfjarðavegi (60) í sveitarfélaginu og nýrra efnistökusvæða. Breytingin fjallar um leiðrétta veglínu á Vestfjarðarvegi milli Bjarkalundar og Skálaness miðað við endurupptekið umhverfismat ásamt nýjum efnistökusvæðum, en veglína hefur breyst á nokkrum stöðum frá gildandi aðalskipulagi.
Umsögn óskast eigi síðar en 5. janúar 2018
Aðalskipulagsbreyting felst í breyttri legu á Vestfjarðavegi (60) í sveitarfélaginu og nýrra efnistökusvæða. Breytingin fjallar um leiðrétta veglínu á Vestfjarðarvegi milli Bjarkalundar og Skálaness miðað við endurupptekið umhverfismat ásamt nýjum efnistökusvæðum, en veglína hefur breyst á nokkrum stöðum frá gildandi aðalskipulagi.
Umsögn óskast eigi síðar en 5. janúar 2018
Erindi frestað.
3.Brekkugata 5 -umsókn um stækkun á lóð - 2017120006
Magnús Helgi Alfreðsson, f.h. Trésmiðs ehf. sækir um stækkun á lóð nr. 5 við Brekkugötu, skv. meðfylgjandi uppdrætti og umsókn dags. 23.11.2017
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
4.Deiliskipulag - Varmidalur vindorka - 2017110041
Teiknistofan Hugsjón ehf. sækir um heimild bæjaryfirvalda, fyrir hönd ábúenda í Varmadal, Önundarfirði, til þess að hefja deiliskipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar raforkuframleiðslu, m.t.t. nýtingu á vindorku. Meðfylgjandi gögn eru skipulagslýsing dags. 12. nóvember 2017
Skipulagsstofnun álítur að umrædd framkvæmd kalli á breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, jafnframt fellur framkvæmdin undir 1. viðauka lið 3.25 c-flokk í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar m.t.t. mats á umhverfisáhrifum. Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur afstöðu til erindis þegar þessi gögn liggja fyrir.
5.Umsókn um lóð - Aðalgata 45b - 2017100010
Sigurjón Andri Guðmundsson sækir um lóðina Aðalgata 45, Suðureyri. Áform eru um að nýta lóðina undir bílskúr. Fylgigögn eru eftirfarandi þ.e. undirrituð umsókn dags. 25. september 2017 ásamt ljósmyndum.
Erindið var tekið fyrir á fundi nr. 486 og var frestað.
Erindið var tekið fyrir á fundi nr. 486 og var frestað.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindi, þar sem umrædd lóð er ætluð til íbúðarbygginga.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Þorsteinn Másson sat fundinn frá 08:00 til 08:45