Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Svæði undir brotajárn - 2017050115
Þorbjörn Steingrímsson sækir um aðstöðu fyrir brotajárn inn við Funa, Engidal. Óskað er eftir því við bæjaryfirvöld að nýta hluta þess svæðis sem nú þegar er nýttur sem brotajárnssvæði, nánari afmörkun má sjá í tölvupósti umhverfisfulltrúa dags. 08.05.2017. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 06.06.2017 og tölvupóstur umhverfisfulltrúa.
Tæknideild falið að vinna málið áfram.
2.Ártunga 1 - Umsókn um lóð - 2017060014
Högni Gunnar Pétursson sækir um einbýlishúsalóð að Ártungu 1 (áður Asparlundur 1) meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags 07.06.2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Högni Gunnar Pétursson fái lóð við Ártungu 1 Ísafirði, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun
3.Neðstafjara - Umsókn um lóðir - 2017030059
Erindið var áður á dagsskrá á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 474 þann 22.03.2017 þar sem því var frestað.
Vestfirskir Verktakar sækja um lóðir við Neðstufjöru nr. 1, 3, 5,7 og skv. umsókn dags. 28.02.2017
Fylgigögn eru undirrituð umsókn.
Vestfirskir Verktakar sækja um lóðir við Neðstufjöru nr. 1, 3, 5,7 og skv. umsókn dags. 28.02.2017
Fylgigögn eru undirrituð umsókn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir Verktakar fái lóðir við Neðstufjöru nr. 1,3,5 og 7 Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
4.Úmsókn um stækkun lóðar - Hlíðarvegur 46 - 2017060037
Elías Oddson sækir um heimild til stækkunar á lóð við Hlíðarveg 46, Ísafirði, sótt er um stækkun út frá norður gafli um 2.5 metra. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 30.maí 2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að gera nýtt lóðablað af stækkaðri lóð, skv. umsókn, til afgreiðslu í bæjarstjórn.
5.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003
Eftirfarandi erindi var tekið fyrir á fundi bæjaráðs nr. 973 þann 05.05.2017, þar sem bæjarráð lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.
"Bæjarstjórn samþykkir að fella niður gatnagerðargjöld af byggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu á lóðum sem sérstaklega verða auglýstar í þessu skyni af Ísafjarðarbæ. Skipulags- og mannvirkjanefnd er hér með falið að taka til umfjöllunar hvaða lóðir skuli auglýstar. Ákvörðunin er tekin á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í bæjarstjórn og varir til 1. maí 2018 og er ekki afturvirkt. Miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka og ljúki fyrir 1. maí 2020. Sækja þarf sérstaklega um þessa niðurfellingu til Ísafjarðarbæjar. Niðurfellingin mun taka gildi við lokaúttekt og er gjaldfrestur veittur fram að henni. Ljúki framkvæmdum 1. maí 2020 fellur lækkunin niður."
"Bæjarstjórn samþykkir að fella niður gatnagerðargjöld af byggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu á lóðum sem sérstaklega verða auglýstar í þessu skyni af Ísafjarðarbæ. Skipulags- og mannvirkjanefnd er hér með falið að taka til umfjöllunar hvaða lóðir skuli auglýstar. Ákvörðunin er tekin á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í bæjarstjórn og varir til 1. maí 2018 og er ekki afturvirkt. Miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka og ljúki fyrir 1. maí 2020. Sækja þarf sérstaklega um þessa niðurfellingu til Ísafjarðarbæjar. Niðurfellingin mun taka gildi við lokaúttekt og er gjaldfrestur veittur fram að henni. Ljúki framkvæmdum 1. maí 2020 fellur lækkunin niður."
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarráð að eftirfarandi lóðir við Skeiði og Seljaland falli undir ákvæði sérstakrar lækkunarheimildar skv. 6.gr. laga nr. 153/2006
Ártunga nr. 1,2,3,4,6.
Daltunga 2,3,4,6,8, Fífutunga 4,6.
Eftirfarandi einbýlishúsalóðir við Seljaland, lóðir nr. 17,18,23.
Raðhúsalóðir við Skógarbraut, lóðir merktar k-j-i-h-g og parhúsalóðir merktar f-e.
Jafnframt leggur nefndin til að raðhúsalóðir við við Akurtungu falli undir sömu skilgreiningu, umræddar lóðir stóðu áður við Bræðratungu en byggingareitir færðir fram að Tungubraut, skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að gatan fái heitið Akurtunga.
Ártunga nr. 1,2,3,4,6.
Daltunga 2,3,4,6,8, Fífutunga 4,6.
Eftirfarandi einbýlishúsalóðir við Seljaland, lóðir nr. 17,18,23.
Raðhúsalóðir við Skógarbraut, lóðir merktar k-j-i-h-g og parhúsalóðir merktar f-e.
Jafnframt leggur nefndin til að raðhúsalóðir við við Akurtungu falli undir sömu skilgreiningu, umræddar lóðir stóðu áður við Bræðratungu en byggingareitir færðir fram að Tungubraut, skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að gatan fái heitið Akurtunga.
6.Birkilundur - Umsókn um lóðir - 2016100040
Eftirfarandi erindi var áður á dagsskrá fundar nr. 466 þar sem Einar Birkir Sveinbjörnsson sótti um lóðir við Birkilund nr. 2, 4, 6 og 8. Erindi var frestað og farið var í óverulega breytingu á deiliskipulagi við Birkilund þar sem aukalóð var bætt við og byggingarreitir færðir nær Tungubraut.
Einar sækir um umræddar lóðir sem nú standa við Tungubraut og aukalóð sem bætt var við lóðir nr. 2,4,6,8 og 10.
Einar sækir um umræddar lóðir sem nú standa við Tungubraut og aukalóð sem bætt var við lóðir nr. 2,4,6,8 og 10.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Einar Birkir Sveinbjörnsson fái lóðir við Tungubraut, (Akurtunga) nr. 2,4,6,8, og 10 Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
7.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103
Lagt fram til kynningar, ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun dagsett 15. júní 2017, vegna 7.600 tonna framleiðsluaukningu á laxi í Ísafjarðardjúpi á vegum Artic Sea Farm.
Lagt fram til kynningar
8.Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - drög að tillögu að matsáætlun - 2016090039
Lagt fram til kynningar, ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun dagsett 15. júní 2017, vegna 10.000 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Arnarlax
Lagt fram til kynningar.
9.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 18 - 1611012F
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- 9.1 2016100071 Suðurgata 9 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 18 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
- 9.2 2016070051 Sundstræti 45 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 18 Byggingaráform eru samþykkt, lögum um mannvirki nr. 160/2010
- 9.3 2016100026 Endurnýjun á byggingarleyfi - Ártunga 7Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 18 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2016
- 9.4 2016100001 Hafnarstræti 2 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 18 Byggingaráform eru samþykkt með vísan í bóku skipulags- og mannvirkjanefndar frá 12.10.2016
10.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 19 - 1702013F
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- 10.1 2017020053 Aðalstræti 37 (Hæðstikaupstaður) - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 19 Aðalstræti 37 er byggt árið 1855, við gildistöku laga nr. 80/2012 voru öll hús og mannvirki í landinu sem eru 100 ára og eldri friðuð. Með vísan í aldur hússins telst það friðað og er Óheimilt er að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Miðað er við að leitað sé álits stofnunarinnar áður en ráðist er í allar byggingarleyfisskyldar framkvæmdir.
Með vísan í ofangreint verður umsagnar Minjastofnunar óskað áður en byggingaleyfi er gefið út. - 10.2 2017010079 Hjallavegur 5-7, Flateyri - breytingar á svölum og veröndAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 19 Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Umsókninni vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
11.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 20 - 1703019F
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- 11.1 2017030086 Hafnarstræti 2, Þingeyri - Umsókn um byggingaleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 20 Byggingaráform samþykkt, samræmist lögum um mannvirki 160/2010
- 11.2 2017030064 Aðalgata 16 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 20 Byggingaráformum hafnað þar sem farið er umfram hámarksnýtingarhlutfall fyrir lóðina. Einungis er hægt að bæta við 11.68 fermetrum til viðbótar miðað við hámarksstækkun í byggingamagni, með vísan í töflu 2.1 í greinargerð deiliskipulags fyrir Suðureyrarmalir.
- 11.3 2017030077 Oddavegur 13, Flateyri - stækkun plans til norðausturs, byggingarleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 20 Erindi frestað.
- 11.4 2017020053 Aðalstræti 37 (Hæðstikaupstaður) - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 20 Byggingaráform samþykkt, þar sem tillit hefur verið tekið til athugasemda Minjastofnunar Íslands frá 09. mars 2017 og að byggingaráform samræmast lögum um mannvirki 160/2010
- 11.5 2017020063 Aðalstræti 11 - Umsókn um byggingaleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 20 Með vísan í gr. 6.10. byggingareglugerðar 112/2012 er úrbóta óskað og erindi frestað.
- 11.6 2017010079 Hjallavegur 5-7, Flateyri - breytingar á svölum og veröndAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 20 Byggingaráform eru samþykkt með vísan í bókun Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið og telur að ekki þurfi að grenndarkynna breytingu á svölum eða verönd þar sem grenndaráhrif eru óveruleg. Nefndin bendir jafnframt á að breidd svala þurfi að vera a.m.k. 160 cm með vísan í gr.9.5.3. í byggingarreglugerð 112/2012.
12.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 21 - 1705019F
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- 12.1 2017050084 Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 21 Brekkugata 5 er byggt árið 1903, við gildistöku laga nr. 80/2012 voru öll hús og mannvirki í landinu sem eru 100 ára og eldri friðuð. Með vísan í aldur hússins telst það friðað og er Óheimilt er að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Miðað er við að leitað sé álits stofnunarinnar áður en ráðist er í allar byggingarleyfisskyldar framkvæmdir.
Með vísan í ofangreint verður umsagnar Minjastofnunar óskað áður en byggingaleyfi er gefið út - 12.2 2017030077 Oddavegur 13, Flateyri - stækkun plans til norðausturs, byggingarleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 21 Ekki er gerð athugasemd við stækkun plans við Oddaveg, framkvæmdin er ekki háð byggingaleyfi með vísan í gr. 2.3.1 og 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012
- 12.3 2017050005 Umsókn um byggingarleyfi - Selakirkjuból 1Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 21 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
- 12.4 2017050079 Mánagata 2 - Umsókn um byggingaleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 21 Erindi frestað með vísan í athugasemdir,.hurð á Norður gafli þarf að standast kröfur reglugerðar þar sem um eldvarnarvegg er að ræða. Ekki kemur ekki fram í byggingarlýsingu veggur sem skilur að byggingu til austurs.
- 12.5 2017050004 Umsókn um byggingarleyfi - Fremri Breiðadalur nr. 2Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 21 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
- 12.6 2017030064 Aðalgata 16 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 21 Byggingaráform samþykkt, samræmist lögum um mannvirki 160/2010
- 12.7 2017050051 Vaðlar, Önundarfirði - Umsókn um framkvæmdaleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 21 Erindið er samþykkt með vísan í Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 þar sem lögð er áhersla á endurnýjanlega orkugjafa. Gert er ráð fyrir því að landeigendur geti virkjað bæjarlækinn, með smávirkjun. Áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út þarf að skila inn hönnunargögnum.
- 12.8 2017020063 Aðalstræti 11 - Umsókn um byggingaleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 21 Byggingaráform samþykkt, samræmist lögum um mannvirki 160/2010. Minjastofnun gerir ekki athugasemd við breytingar á innra fyrirkomulagi.
- 12.9 2017050111 Umsókn um byggingarleyfi - Sæborg lóð 3Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 21 Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og vísar byggingafulltrúi umsókninni til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1. skipulagsreglugerðar nr.90/2013
- 12.10 2017050114 Tangagata 31a - Fyrirspurn um byggingaleyfiAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 21 Erindi er hafnað með vísan í gr. 9.8.2 um björgunarsvæði og aðkomu slökkviliðs. Jafnframt er bent á að skúr á lóð heftir aðgengi nú þegar.
Fundi slitið - kl. 09:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?