Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Torfnes - Nýtt Deiliskipulag - 2017030092
Lagt fram minnisblað frá Verkís hf. dags. 28.04.2017 í minnisblaði er gerður samanburður á valkostum I og II við Torfnes. Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir nr. U24-101 A og U24-102 A og sem sýna staðsetningu mannvirkis út frá valkostum. Einnig lagðar fram ódags. þrívíðar myndir út frá útsýni íbúa við Miðtún, Engjaveg og Seljalandsveg.
2.Umsókn um byggingarleyfi - Hlíðarvegur 14 - 2017040068
Guðríður Guðmundsdóttir sækir um byggingaleyfi skv. umsókn dags. 25.04.2017 og uppdrætti frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 24.04.2017.
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir úr timbri við suðvesturhlið og saga hurðargat í steyptan vegg á sv-hlið.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og vísar byggingafulltrúi umsókninni til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1. skipulagsreglugerðar nr.90/2013
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir úr timbri við suðvesturhlið og saga hurðargat í steyptan vegg á sv-hlið.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og vísar byggingafulltrúi umsókninni til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1. skipulagsreglugerðar nr.90/2013
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir eigendum fasteignanna að Hlíðarvegi 12 og Tungötu 9 og 11
3.Skútusiglingar ehf. - Umsókn um stöðuleyfi - 2017050043
Skútusiglingar ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús við fjöruna á bakvið Turnhúsið næst Ásgeirsbakka, fylgigögn eru ódagsett umsókn og yfirlitsmynd með fyrirhugaðri staðsetningu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið.
4.Umsókn um lóð - Rómarstígur 2 - 2017050044
Elías Guðmundsson sækir um lóð við Rómarstíg nr. 2, Suðureyri, meðylgjandi er umsókn dags. 24.04.2017.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Elías Guðmundsson fái lóð við Rómarstíg nr. 2 Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
5.Umsókn um lóð - Rómarstígur 3 - 2017050045
Elías Guðmundsson sækir um lóð við Rómarstíg nr. 3, Suðureyri, meðylgjandi er umsókn dags. 24.04.2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Elías Guðmundsson fái lóð við Rómarstíg nr. 3, Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
6.Umsókn um lóð - Rómarstígur 4 - 2017050046
Elías Guðmundsson sækir um lóð við Rómarstíg nr. 4, Suðureyri, meðylgjandi er umsókn dags. 24.04.2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Elías Guðmundsson fái lóð við Rómarstíg nr. 4, Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
7.Umsókn um lóð - Rómarstígur 5 - 2017050047
Elías Guðmundsson sækir um lóð við Rómarstíg nr. 5, Suðureyri, meðylgjandi er umsókn dags. 24.04.2017.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Elías Guðmundsson fái lóð við Rómarstíg nr. 5 Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
8.Umsókn um lóð - Rómarstígur 6 - 2017050048
Elías Guðmundsson sækir um lóð við Rómarstíg nr. 6, Suðureyri, meðylgjandi er umsókn dags. 24.04.2017.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Elías Guðmundsson fái lóð við Rómarstíg nr. 6 Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
9.Sandasker, Dýrafirði, - Frístundabyggð - 2016100042
Pálmar Kristmundsson f.h. Valdisól ehf. óskar eftir þvi við bæjaryfirvöld að fyrirliggjandi samningur um afnot af landi við Sandasker, Dýrafirði, merkt F25 á skipulagsuppdrætti verði vísað til undirritunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindi til bæjarráðs.
10.Þjónustuhús við tjaldsvæðið á Þingeyri - 2017010003
Byggingarfulltrúi f.h. tæknideildar óskar heimildar bæjaryfirvalda til þess að stofna lóð fyrir aðstöðuhús við tjaldsvæðið á Þingeyri. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 15.05.2015
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að lóð undir þjónustuhús verði stofnuð.
11.Þjónustuhús við tjaldsvæðið á Þingeyri - 2017010003
Byggingafulltrúi f.h. tæknideildar Ísafjarðarbæjar óskar eftir byggingaleyfi vegna þjónustuhúss við tjaldsvæðið á Þingeyri. Hjálagt er umsókn um byggingarleyfi dags. 15.05.2015, aðaluppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 15.05.2015, ásamt afstöðumynd. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og vísar byggingafulltrúi umsókninni til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1. skipulagsreglugerðar nr.90/2013
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki þurfi að grenndarkynna byggingaráform þar sem grenndaráhrif eru óveruleg. Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.
12.Deiliskipulag - Rauðsstaðir - 2017040056
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingu, um er að ræða greinargerð dags. 12.05.2017 og uppdráttur dags. 12.05.2017, frá Verkís hf. f.h. Vegagerðar, vegna breytinga á deiliskipulagi sem samþykkt var 15. september 2016 í landi Rauðsstaða og Borgar í Borgarfirði sem er innfjörður í Arnarfirði þ.e. efra og neðra svæði.
Breytingin gerir ráð fyrir að skipulagssvæðið stækki með nýju svæði fyrir vinnubúðir, s.k. suðursvæði við Mjólká, og lóð fyrir vinnubúðir á neðra svæði falli út. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir steypustöð færist af neðra svæði yfir á það efra og heimild fyrir olíugeymi á efra svæði skipulagsins. Markmið deiliskipulagsbreiytingarinnar er að heimila nauðsynlega aðstöðu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við jarðgöngin, jafnramt að neikvæð umhverfisáhrif verði í lágmarki.
Breytingin gerir ráð fyrir að skipulagssvæðið stækki með nýju svæði fyrir vinnubúðir, s.k. suðursvæði við Mjólká, og lóð fyrir vinnubúðir á neðra svæði falli út. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir steypustöð færist af neðra svæði yfir á það efra og heimild fyrir olíugeymi á efra svæði skipulagsins. Markmið deiliskipulagsbreiytingarinnar er að heimila nauðsynlega aðstöðu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við jarðgöngin, jafnramt að neikvæð umhverfisáhrif verði í lágmarki.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að greinargerð dags. 12.05.2017 og uppdráttur dags. 12.05.2017 verði auglýst skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010
13.Stöðuleyfi fyrir gáma og aðra lausafjármuni - 2016020080
Sigurður Aðalsteinsson sækir um f.h. Kaldaskers ehf. um endurnýjun á stöðuleyfi vegna aðstöðugáms. Hjálagt er umsókn og afstöðumynd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið í samráði við hafnarstjóra.
14.Dýrafjarðargöng - Stofnun lóðar fyrir vegsvæði - 2017050052
Vegagerðin óskar eftir því við bæjaryfirvöld að stofnuð verði lóð undir vegsvæði í landi Dranga, Dýrafirði. Meðfylgjandi er undirritaður samningur á milli Vegagerðar og landeigenda dags. 15.05.207, hnitsettur uppdráttur frá Verkís dags. 03.01.2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir vegsvæði Vegagerðar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að væntanlegt hús komi til með að rísa skv. tillögu nr.1