Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
470. fundur 18. janúar 2017 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - drög að tillögu að matsáætlun - 2016090039

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar um tillögu að matsáætlun sjókvíaeldis Arnarlax, um er að ræða framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi á ári í Ísafjarðardjúpi. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 20. Janúar 2017.
Erindið var lagt fram til kynningar á 469. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að matsáætlun.

Nefndin ítrekar enn og aftur að afleitt sé að enga stefnumörkun stjórnvalda sé að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annars staðar á landinu. Óheppilegt er að veita leyfi þar sem burðarþol Ísafjarðardjúps liggur ekki fyrir og samlegðaráhrif eldis á svæðinu gagnvart lífríkinu eru ekki ljós. Því verður að telja það forgangsatriði að klára rannsóknir á burðarþoli Ísafjarðardjúps.
Að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum og Fjórðungssambands var unnin nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð og er það mjög miður að ríkisvaldið hafi ekki séð ástæðu til að samsvarandi vinna fari fram á strandsvæði Ísafjarðardjúps, því í þessu tilfelli hefði slík áætlun verið til mikilla bóta.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu.

2.Aukin framleiðsla á laxi í Arnarfirði - 2016020071

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á tillögu að matsáætlun vegna framleiðslu á 4000 tonnum af laxi í Arnarfirði, á vegum Artic Sea Farm.
Skipulagsstofnun veitir frest til 24. janúar 2017.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að tillagan samræmist ekki Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar 2012-2024. Nýtingaráætlunin gerir ekki ráð fyrir kvíaeldi á svæðinu milli Hvestudals og Bíldudals.
Ennfremur telur nefndin að það sé forgangsatriði að rannsóknir á burðarþoli Arnarfjarðar verði kláraðar sem fyrst, svo að fyrir liggi að fyrirhugað eldi sé innan þess ramma sem fjörðurinn þolir.

3.Íbúðamarkaðurinn á Ísafirði - 2017010050

Skýrsla Reykjavík Economics um íbúðarmarkað Ísafjarðarbæjar lögð fram til kynningar.

4.Ársskýrsla 2016 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2017010040

Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðar fyrir árið 2016 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?