Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
469. fundur 11. janúar 2017 kl. 08:00 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sjókvíaeldi í ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á frummatsskýrslu um allt að 6.800 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum á vegum Háafells, í Ísafjarðardjúpi. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 9. janúar 2017

Erindið var áður á dagskrá á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 21. desember og var afgreiðslu frestað.
Það er sérhverju samfélagi, stóru sem smáu, nauðsynlegt að geta nýtt aðliggjandi auðlindir sér og íbúum sínum til hagsbóta. Í því samhengi skiptir gríðarlega miklu máli að sú auðlindanýting skapi störf á svæðinu og auki hagsæld íbúanna, fyrirtækjanna og samfélaganna í heild.
Á þeim forsendum hafa sveitarfélög á Vestfjörðum í fjölda ára haldið á lofti þeirri kröfu að skipulagsvald sveitarfélaga nái til fjarða, flóa og allt að eina mílu út fyrir grunnlínupunkta.
Fyrir allnokkrum árum hófst vinna við strandsvæðaskipulag í Ísafjarðardjúpi að frumkvæði sveitarfélaga og Fjórðungsambands Vestfirðinga. Sú vinna hefur hinsvegar legið í dvala í þónokkurn tíma vegna fjárskorts og áhugaleysis ríkisvaldsins.
Því má segja að það skorti heildstæða áætlun sem mótar framtíðarsýn í fiskeldi við Ísafjarðardjúp. Heildarskipulag sem gerir grein fyrir markmiðum og ákvörðunum viðkomandi stjórnvalda um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Hver er framtíðarsýnin, hvaða markmið eru sett, hver eru áætluð viðmið og hvernig á að framfylgja stefnu. Einnig hafa bæjaryfirvöld áhyggjur af því að að ekki liggi fyrir umhverfismat á heildarálagi fiskeldis, þar sem sammögnunaráhrif alls fiskeldis í Ísafjarðardjúpi eru metin. Hversu víðtæk eru áhrif fiskeldis, s.s. langtímaáhrif og áhrif á stærri svæði. Hver eru samlegðaráhrif margra fiskeldisleyfa og afleidd áhrif s.s. efnahagslega, félagslega og umhverfislega.
Í frummatsskýrslu Háafells er gert ágætlega grein fyrir hvaða áhrif framkvæmdin getur haft á áðurnefnda þætti. Áætlað er að starfsemi Háafells verði að verulegu eða öllu leiti innan sveitarfélaga á svæðinu og efnahagsleg og samfélagsleg áhrif verða því umtalsverð og jákvæð. Umhverfisáhrif verða einhver, en eins og segir í skýrslunni að verulegu leiti afturkræf og mögulegt að lágmarka með mótvægisaðgerðum.
Í ljósi þess sem hér hefur verið tínt til gerir skipulags og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar ekki athugasemd við Frummatsskýrslu Háafells vegna 6800 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi.

Inga Steinunn Ólafsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindis.

2.Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - drög að tillögu að matsáætlun - 2016090039

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar um tillögu að matsáætlun sjókvíaeldis Arnarlax,um er að ræða framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi á ári í Ísafjarðardjúpi. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 20. janúar 2017.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu erindis.

3.Skjólskógar - Skógrækt á landbúnaðarlandi jarðarinnar Bakka - 2017010026

Sæmundur Þorvaldsson, f.h. Skjólskóga, sækirum leyfi til þess að skipuleggja skógrækt á landbúnaðarlandi jarðarinnar Bakka í Brekkudal, Dýrafirði, þannig að markalína skógræktarsvæðis og hverfisverndarsvæðis H1 í Aðalskipulagi, taki mið af aðstæðum á svæðinu s.s. náttúrulegum línum í landslagi.
Það er mat skipulags- og mannvirkjanefndar að áform Skjólskóga um skipualgagningu skógræktar á svæðum sem liggja á mörkum hverfisverndarsvæðisins, eins og kemur fram í erindi Skjólskóga sé ásættanleg og vel til þess fallið að fella skógrækt inn í það náttúrulega umhverfi sem fyrir er. Beinar og ónáttúrulegar línur eins og birtast í Aðalskipulagi og sýna mörk svæðis sem njóta verndar, eru á engan hátt æskilegar til þess að stýra því nákvæmlega hvar má planta trjáplöntum og hvar ekki.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar því Skjólskógum að vinna skógræktaráætlanir á þeim forsendum sem fram koma í erindinu.

4.Skeiði B - Umsókn um lóð - 2017010027

Einar Halldórsson, f.h. G.E. Vinnuvéla ehf., sækir um lóð við Skeiði B, skv. umsókn dags. 5. jan 2016 og meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að G.E. Vinnuvélar, fái lóð inn á Skeiði við Götu B, Ísafirði skv. uppdrætti með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

5.Mávagarður Viðlegustöpull - Umsókn um framkvæmdarleyfi - 2016120059

Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri hafna Ísafjarðarbæjar, sækir um framkvæmdaleyfi vegna viðlegustöpuls sem fyrirhugaður er á Mávagarði. Meðfylgjandi gögn eru umsókn dags. 22.12.2016, ásamt útboðs og verklýsingu, dagsettri í jan. 2017 ásamt teikningum og teikningaskrá.
Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar umsókn til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í 3. gr. reglugerðar
772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimiluð verði útgáfa framkvæmdaleyfis vegna viðlegustöpuls við Mávagarð.

6.Fyrirspurn - Gautur Ívar Halldórsson fyrirspurn um land til afnota. - 2017010031

Gautur Ívar Halldórsson og Þórhallur Snædal leggja inn eftirfarandi fyrirspurn dags. 29.12.2016 þar sem óskað er eftir afnotasamningi til 25 ára fyrir frístundahúsabyggð á svæði sem merkt er I9 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Um er að ræða ódeiliskipulagt svæði í ofanverðum Dagverðardal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindi á þeim forsendum að framtíð svæðisins er óráðin.

7.Tunguskeiði - Óveruleg breyting á deiliskipulagi. - 2017010033

Miðað við núverandi forsendur deiliskipulags við Tunguskeið, er nýtingarhlutfall iðnaðarlóða 0.2 sem í dag er of lágt miðað við fyrirhugaða nýtingu á svæðinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á iðnaðaðar og athafnalóðum í deiliskipulagi Tunguskeiðs,sem felur í sér hækkun á nýtingarstuðli.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?