Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
468. fundur 21. desember 2016 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sjókvíaeldi í ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á frummatsskýrslu um allt að 6.800 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum á vegum Háafells, í Ísafjarðardjúpi. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 9. Janúar 2017
Afgreiðslu frestað til 11.janúar

Inga Steinun Ólafsdóttir vék af fundi við afgreiðslu.

2.Deiliskipulag - Birkilundur Furulundur - 2016120035

Teiknistofan Eik/Verkís leggur fram þrjár breytingartillögur fyrir nýtt deiliskipulag við Furulund og Birkilund. Lagt fram til kynningar og afstöðu nefndarinnar óskað.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram út frá umræðum.

3.Fremri Breiðadalur/Þverárvirkjun - Stofnun Lóðar - 2016120024

Birkir Þór Guðmundsson, f.h. AB-Fasteigna sækir um stofnun lóðar vegna virkjunar, skv. lóðablaði dags. 29.08.2016 og samningi við Bændur ehf. sem eru landeigendur að Fremri Breiðadal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar í landi Fremri Breiðadals 2 landnr. 212073 skv. uppdrætti dags. 29.08.2016

4.Selakirkjuból / Kaldárvirkjun - Ósk um stofnun lóðar - 2016120026

Birkir Þór Guðmundsson, f.h. AB-Fasteigna, sækir um stofnun lóðar í landi Selakirkjubóls vegna Kaldárvirkjunar, skv. lóðablaði dags. 06.09.2016 og samningi við landeigenda að Selakirkjubóli 1-4, Halldór Mikkaelsson.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar í landi Selakirkjubós landnúmer 141048 skv. uppdrætti dags. 06.09.2016

5.Umsókn um Stöðuleyfi - Gunnar Sæmundsson - 2016120003

Gunnar Sæmundsson sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám. Tilgreindar eru tvær staðsetningar á umsókn, annarsvegar við Wardstún milli Guðmundarbúðar og Aðalstrætis og hinsvegar við Suðurgötu.
Erindi var frestað á 467. fundi.
Skipulags- mannvirkjanefnd hafnar umsókn um stöðuleyfi en bendir umsækjanda á gámasvæði við Suðurtanga.

6.Umsókn um stöðuleyfi við menntaskólann - 2016120043

Daníel Jakobson, f.h. Fossavatnsgöngunnar, sækir um stöðuleyfi fyrir smáhýsi við Menntaskólann á Ísafirði skv. umsókn dags. 19.12.2016.
Um er að ræða smáhýsi vegna starfsnáms iðnema í smíðum. Húsið verður síðan flutt upp á Seljalandsdal og notað sem brautarskýli.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir umsókn um stöðuleyfi við Menntaskólann á Ísafirði, en umsækjanda bent á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir húsið á Seljalandsdal.

7.Seljalandsvegur 70 - Umsókn um byggingarleyfi. - 2016120044

Árni Þór Árnason sækir um byggingarleyfi vegna útlitsbreytinga og breytinga að innra fyrirkomulagi hússins að Seljalandsvegi 70. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og málinu því vísað til nefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir byggingaráform og telur að ekki þurfi að grenndarkynna þar sem grenndaráhrif eru óveruleg.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?