Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
466. fundur 23. nóvember 2016 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby Byggingar- og skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Dagverðardalur 4 - Umsókn um stækkun lóðar - 2016080001

Á 461. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 17.08.2016 var eftirfarandi erindi tekið fyrir:
Arnór Þorkell Gunnarsson og Theodóra Mathiesen sækja um stækkun lóðar við Dagverðardal 4. skv. umsókn dags. 03.08.2016. Sótt er um stækkun sem nemur fimm metrum út frá norður gafli þar sem húsið stendur á lóðamörkum. Umsóknin var grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki bárust neinar athugasemdir á fresti sem var gefinn frá 17.08.2016 til 19.09.2016
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn um stækkun lóðar verði samþykkt í samræmi við umsókn.

2.Sindragata 4 - Deiliskipulag - 2016110020

Þann 23. nóvember 2006 var samþykkt tillaga um að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina að Sindragötu 4 á Ísafirði. Breytingin fól í sér að skipta lóðinni í tvær lóðir, Sindragötu 4 og 4a. Deiliskipulagið reyndist ógilt vegna formgalla. Óskað er eftir þvi við skipulags- og mannvirkjanefnd að hún taki málið upp að nýju og taki afstöðu til breytinga á deiliskipulagi. Væntanlegar breytingar snúa að aukalóð sem var bætt við og er Sindragata 4a, einnig að hæð húsa verði óbreytt og að nýtingarstuðull lóðar verði mögulega hækkaður sé þess þörf, m.t.t. 2000 fermetra byggingarmagns.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

3.Birkilundur - Umsókn um lóðir - 2016100040

Einar Birkir Sveinbjörnsson sækir um lóðirnar Birkilundur 2-8 skv. umsókn dags. 10.10.2016
Afgreiðslu frestað og tæknideild falið að vinna málið í samræmi við umræður á fundi.

4.Hafnarstræti 15 - 17 Umsókn um lóð - 2016100041

Vestfirskir verktakar sækja um lóðir við Hafnarstræti 15 og Hafnarstræti 17, skv. umsókn dags. 19.október.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

5.Vallargata 5, Flateyri - Umsókn/sameining lóða - 2016110027

Óttar Guðjónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir sækja um lóð að Vallargötu 5 til sameininigar við lóð að Vallargötu 3B. Skv umsókn dags 5. nóvember 2016
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu þar sem umræddri lóð er ætlað til úthlutunar sem byggingarlóð skv. gildandi deiliskipulagi.

6.Fyririspurn til Skipulags- og mannvirkjanefndar - 2016110033

Sigurður Mar Óskarsson leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir.

Lögð hefur verð fram fjáhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2017 og við hlustun á bæjarstjórnarfundi sl. fimmtudag kom ekkert fram sem benti til þess að átak væri fyrirhugað til bráðnauðsynlegra verkefna varðandi lagnakerfi bæjarins. Spurningin er hvort enn og aftur sé verið að horfa framhjá því sem gera þarf. Bæjarfélag sem sér framtíð í matvælaframleiðslu og mótttöku ferðamanna verður að gæta að þessu til framtíðar jafnframt því að tryggja lífsgæði íbúa. Fram kom með réttu að bærinn væri fallegur en þar er ekki allt sem sýnist. Svör óskast við eftirfarandi spurningum:
1.
Er gert ráð fyrir fjármagni í fjarhagsáætlun 2017og /eða í þriggja ára áætlun til verulegs viðhalds holræsa og vatnsveitu? Þar er einkum átt við frummat á getu viðtaka skólps, sameiningu útrása, mögulegri grófhreinsun og almennt um yfirlit um ástand og kortlagning kerfa og skilyrða sem fram koma í viðkomandi starfsleyfum. Mér er kunnugt um að fjargæslukerfi sé í smíðum varðand dælubrunn í Hafnarstræti og birgðatanka vatnsveitu ásamt smálegu viðhaldi holræsa.
2.
Hver var rekstrarniðurstaða varðandi rekstur vatnsveitu og holræsa í ársreikningi Ísafjarðarbæjar 2015?
Sviðsstjóri lagði fram munnlega skýrslu og verður minnisblað lagt fram á næsta fundi skipulags- og mannvirkjanefndar. Nefndin bendir á að nýfengin EarthCheck vottun krefst þess að þessi mál verði lagi. Því er það mikilvægt fyrir sveitarfélagið að setja langtímamarkmið sem miða að því að fráveitumál uppfylli kröfur reglugerðar.

7.3X Stál - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2016110016

Á 465. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar barst eftirfarandi erindi. Karl Ásgeirsson spyr f.h. 3X-Thecnology hvort heimilt sé að breyta hluta af Sindragötu 7 í íbúðir/herbergi til handa starfsmönnum. Meðfylgjandi er fyrirspurnarblað og greinargerð dags. 03.11.2016. Nefndin óskaði eftir umsögn slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar, á erindinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu þar sem það er ekki heimilt skv. núgildandi skipulagi en bendir á að sækja þarf formlega um breytingar á deiliskipulagi og aðalskipulagi.

8.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 15 - 1606004F

Lagt fram til kynningar
  • 8.1 2016060005 Engjavegur 9- Fyrirspurn um stækkun svala og nýtt bílskýli
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 15 Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi er byggingarleyfisumsókninni vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
  • 8.2 2016050077 Hafnarsræti 18 - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 15 Elsti hluti hússins að Hafnarstræti 18, Ísafirði er byggður árið 1906 skv. Fasteignaskrá Íslands og er friðaður. Byggingar- og skipulagsfulltrúi óskar umsagnar minjastofnunar og vísar erindi til skipulags- og mannvirkjanefndar.

9.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 16 - 1608004F

Lagt fram til kynningar
  • 9.1 2016070035 Mávagarður B - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 16 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
  • 9.2 2016070036 Mávagarður C - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 16 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
  • 9.3 2016070034 Sindragata 13A - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 16 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
  • 9.4 2016070050 Brekkugata 54, Þingeyri - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 16 Byggingaráformum er hafnað á grundvelli þess að framkvæmdin uppfyllir ekki kröfum um byggingarreglugerðar 112/2012 gr.6.7.2.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?