Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
460. fundur 13. júlí 2016 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varamaður
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Þverárvirkjun - Nýtt deiliskipulag - 2016060033

Landlínur ehf. óska eftir því við bæjaryfirvöld að deiliskipulagstillaga og greinargerð fyrir Þverárvirkjun dags. 15.06.2016 verði teknar til efnislegrar meðferðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga og greinargerð fyrir Þverárvirkjun dags. 15.06.2016 verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Kaldárvirkjun - Nýtt deiliskipulag - 2016060034

Landlínur ehf. óska eftir því við bæjaryfirvöld að deiliskipulagstillaga og greinargerð fyrir Kaldárvirkjun dags. 16.06.2016 verði teknar til efnislegrar meðferðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga og greinargerð fyrir Kaldárvirkjun dags. 16.06.2016 verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Oddavegur 13 ósk um stækkun byggingarreits - 2016060086

AVH ehf., f.h. Ísfells ehf. sækir um stækkun byggingarreits við Oddaveg 13 með vísan í teikningu A500 dags. 23.06.2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að um sé að ræða óverulega breytingu og grenndaráhrif séu lítil. Nefndin samþykkir að grenndarkynna stækkun byggingarreits skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir hagsmunaaðilum, eigendum og íbúum aðliggjandi lóða.
Nefndin telur að eftirtöldum aðilum beri að grenndarkynna stækkun byggingarreits, Oddavegur 14, Oddavegur 11, Hafnarbakki 8, Hafnarbakki 5 og Flateyrarhöfn 1.

4.Pétur Tryggvi Hjálmarsson sækir um framkvæmdarleyfi fyrir skjólvarnargörðum - 2016060051

Pétur Tryggvi Hjálmarsson sækir um framkvæmdarleyfi fyrir skjólvarnargörðum og hljóðmönum við skólahúsið Brautarholti.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna umsókn, skipulags- og byggingarfulltrúa falið að óska frekari gagna.

5.Fjarðargata 3- Lóð í fóstur - 2016070005

Wouter Van Hoeymissen sækir um að taka Fjarðargötu 3, Þingeyri í fóstur skv. ódagsettri umsókn og afmörkun á deiliskipulagsuppdrætti
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar umsókn Wouter Van Hoeymissen þar sem umrædd lóð er ætluð til úthlutunar sem byggingarlóð.

6.Æðartangi 2-4 Stækkun byggingarreits - 2016070006

Vestfirskir Verktakar sækja um sameiningu tveggja aðliggjandi byggingarreita og hliðrun lóðar og byggingarreits, um fjóra metra til suðurs, við Æðartanga 2 og 4 skv. umsókn dags. 05.07.2016 og teikningu dags. 05.07.2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að grenndarkynna stækkun byggingarreits skv 2.mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir hagsmunaaðilum, eigendum og íbúum aðliggjandi lóða. Nefndin telur að eftirtöldum aðilum þurfi að grenndarkynna, Sindragata 14, 15 og 15a.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Fossavatnsganga merking gönguleiðar - 2016060088

Daníel Jakobsson, f.h. Fossavatnsgöngunnar skv. tölvupósti dags. 07.06.2016 sækir um leyfi til þess að stika niður 50 km braut göngunnar með hælum sem ná 2-3 metra upp úr jörðu, einnig að setja upp bekki og vegmerki á 4-10 stöðum leiðarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir merkingu leiðar og uppsetningu bekkja með vísan í umsögn Umhverfisstofnunar, þar sem lögð er áhersla á að jarðrask verði sem minnst og afturkræft.

8.Vaðlar Önundarfirði umsókn um byggingarleyfi - 2016070022

Árni G Brynjólfsson sækir um leyfi til þess að byggja 13 fermetra viðbyggingu við íbúðarhús að Vöðlum í Önundarfirði. Landnúmer 141026. Með vísan í umsókn dags. 06.07.2016 og teikningar frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. júní 2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið þar sem viðbygging samræmist gr. 2 í byggingarreglugerð 360/2016.

9.Tannanes ósk um niðurrif eftir bruna - 2016070024

Þorsteinn Ingimundarson sækir um leyfi til þess að rífa fasteignir sem skemmdust mikið í bruna þann 04.07.2016, skv umsókn dagsett 05.07.2016 um er að ræða Fjós byggt 1960, hlaða byggð 1938 og votheysgryfja byggð 1930.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið og heimilar niðurrif eftirfarandi matshluta;
fjós byggt 1960 fastanr. 212-6142 merking 04 0101, hlaða byggð 1938 fastanr. 212-6142 merking 07 0101 og votheysgryfja 212-6142 merking 08 0101.

10.Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar - 2016070031

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á aukinni framleiðslu Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal, skv. bréfi dags. 04.07.2016 og greinargerð dags. 24.06.2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í þau áform Íslenska Kalkþörungafélagsins að auka framleiðslu kalkþörungs í Arnarfirði. Nefndin telur að fyrirspurn Íslenska Kalkþörungafélagsins, í greinargerð dags. 24.06.2016 unnin af Verkís, um matsskyldu sé ýtarleg og farið vel yfir alla þætti sem snúa að framkvæmd og umhverfi. Hinsvegar mætti sá kafli sem snýr að mótvægisaðgerðum vera ýtarlegri. Nefndin ítrekar að Ísland er aðili að Ospar samningum. Kalkþörungar séu þar á lista yfir viðkvæm búsvæði, sem séu í hættu eða á undanhaldi. Þar af leiðandi þarf að vakta áhrif á lifandi búsvæði kalkþörunga. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði sérstaklega með þeim áhrifum sem efnistakan geti hugsanlega haft á aðra náttúruauðlindir og nýtingu í Arnarfirði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að umrædd framkvæmd sé háð mati á umhverfisáhrifum í flokki B m.t.t. viðauka I reglugerðar nr. 660/2015, áætluð efnistaka Kalkþörungafélagsins er allt að 82.500m³ á ári til ársins 2033.

11.Tillaga til skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar - 2016070033

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að unnin verði greining á núverandi stöðu húsnæðismarkaðar, spá um íbúaþróun og mati á hvaða stærðir, íbúðaform og byggingarsvæði henta best til framtíðaruppbyggingar í Ísafjarðarbæ. Niðurstöður greiningarinnar verði notuð við forgangsröðun og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og þannig mætt væntanlegum auknum umsvifum atvinnulífs á svæðinu.
Tillaga samþykkt.

12.Rekstur ökutækjaleigu - beiðni um umsögn - 2016070030

Samgöngustofa óskar umsagnar, skv. 2. mgr. 3 gr. laga nr.65/2015 um ökutækjaleigur vegna umsóknar Sigríðar G. Ásgeirsdóttur um að reka ökutækjaleigu að Engjavegi 9, Ísafirði. Sótt er um leyfi fyrir þremur hjólum í útleigu.
Engjavegur 9, Ísafirði er á svæði sem er skilgreint sem svæði fyrir íbúðabyggð í Aðalskipulagi Ísafjarðar 2008-2020. Samkvæmt skipulagsreglugerð 90/2013 gr. 5.3.2.8. Gæta skal þess að atvinnustarfsemi í íbúðabyggð valdi sem minnstum óþægindum vegna bílaumferðar, hávaða, ljósanotkunar eða annars ónæðis. Rekstur fjórhjólaleigu telst ekki sem heppilegur atvinnurekstur í íbúðabyggð.

13.Sindragata 13A - Umsókn um byggingarleyfi - 2016070034

Tækniþjónusta Vestfjarða sækir, f.h. Skeljungs, um byggingarleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti við Sindragötu 13A, skv. umsókn dags. 11.07.2016 og teikningu dags. júní 2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, byggingarfulltrúa falið að ganga frá málinu.

14.Mávagarður B - 2016070035

Tækniþjónusta Vestfjarða sækir um byggingarleyfi f.h. Vestfirskra Verktaka á lóð Mávagarð B skv. umsókn dags. 11.07.2016. Sótt er um að reisa geymslu- og atvinnuhúsnæði á einni hæð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, byggingarfulltrúa falið að ganga frá málinu. Mikilvægt er að væntanleg starfsemi í byggingum sé í samræmi við skilmála deiliskipulags.

15.Mávagarður C - Umsókn um byggingarleyfi - 2016070036

Tækniþjónusta Vestfjarða sækir um byggingarleyfi f.h. Vestfirskra Verktaka á lóð Mávagarð C skv. umsókn dags. 11.07.2016 og teikningum dags. 12.07.2016. Sótt er um að reisa geymslu- og atvinnuhúsnæði á einni hæð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, byggingarfulltrúa falið að ganga frá málinu. Mikilvægt er að væntanleg starfsemi í byggingum sé í samræmi við skilmála deiliskipulags.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?