Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri - 2016010045
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum deiliskipulagstillögu fyrir Suðureyrarmalir þann 18. febrúar 2016. Deiliskipulagið var auglýst frá og með 10. mars 2016 til 22. apríl 2016. Ein athugasemd barst frá eiganda fasteignarinnar að Freyjugötu 6. Suðureyri með bréfi dags. 4. apríl 2016. Lagðar fram tillögur A og B frá Teiknistofunni Eik dags. 07.06.2016 að breytingum á deiliskipulagi vegna innsendrar athugasemdar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillaga B verði samþykkt. Nefndin telur að breytingin varði einungis hagsmuni lóðarhafa Freyjugötu 6 og sé það óveruleg að ekki þurfi að auglýsa tillöguna aftur, þar sem öðrum lóðum, sem málið snertir hefur ekki verið úthlutað.
2.Þverárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110045
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti að auglýsa Tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Þverárvirkjun, frá AB-Fasteignum ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf. dags. 5. nóvember 2015. Lýsing á breytingunni var auglýst frá 22.apríl til 3. júní 2016 þar sem hagsmunaaðilum var gefinn kostur á að koma með athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Ekki voru gerðar athugasemdir við auglýsta breytingartillögu á auglýsingartíma. Óskað er eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd samþykki breytingu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu.
3.Kaldárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110046
Bæjarstórn Ísafjarðarbæjar samþykkti að auglýsa Tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Kaldárvirkjun, frá AB -Fasteignum ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf. dags. 5. nóvember 2015. Lýsing á breytingunni var auglýst frá 22. apríl til 03. júní 2016 þar sem hagsmunaaðilum var gefinn kostur á koma með athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Ekki voru gerðar athugasemdir við auglýsta breytingartillögu á auglýsingartíma. Óskað er eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd samþykki breytingu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu.
4.Bílastæði innan þéttbýlis - 2016030025
Umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar leggur til við skipulags- og mannvirkjanefnd, að lóð við Sindragötu 4a verði nýtt sem bílastæði skv. tölvupósti dags. 14.06.2016
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til tæknideildar, til nánari útfærslu.
5.Kirkjuból í Engidal- land í fóstur - 2016050093
Kristján Ólafsson sækir um að taka land í fóstur skv. uppdrætti og umsókn dags. 25.05.2016.
Umsókn Kristjáns Ólafssonar um land í fóstur er hafnað, þar sem landið nær inn á svæði sem er þegar í umsjá Hestamannafélagsins Hendingar, skv. lóðarblaði dags, september 2012.
6.Fremri Hjarðardalur Umsókn um byggingarleyfi - 2016060023
Steinþór Auðunn Ólafsson sækir um leyfi til þess að byggja hús í Fremri Hjarðardal, Dýrafirði skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 25.05.2016. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og telur að ekki þurfi að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn þar sem grenndaráhrif eru óveruleg. Óskað er eftir áliti Veðurstofu um hættu á ofanflóðum á byggingarreitnum.
7.Gamlir ruslahaugar og menguð svæði innan þéttbýlis - 2016060055
Umræða um gömlu ruslahaugana á Suðurtanga ásamt hugsanlegum aðgerðaráætlunum varðandi jarðvegsvinnu á svæðinu í nánustu framtíð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur tæknideild að vinna að úrlausn í samráði við Umhverfisstofnun.
8.Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005
Lögð fram beiðni Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 24. maí um tillögu að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar því að hafin er vinna við svæðisáætlun fyrir Vestfirði. Ljóst er að vinnan kemur til með að verða umfangsmikil og telur nefndin skýrsludrögin gera ágætlega grein fyrir því.
Á þessu stigi málsins telur nefndin ekki ástæðu til að gera athugasemdir við efnisleg atriði skýrsludraganna.
Á þessu stigi málsins telur nefndin ekki ástæðu til að gera athugasemdir við efnisleg atriði skýrsludraganna.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?