Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
457. fundur 25. maí 2016 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby Byggingar- og skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sæmundur Kr. Þorvaldsson óskar eftir að hitta skipulags- og mannvirkjanefnd - 2016050069

Sæmundur Kr. Þorvaldsson óskar eftir að hitta skipulags- og mannvirkjanefnd til þess að ræða regluverk sem lýtur að skógrækt á einkalöndum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hlustaði á erindi Sæmundar Kr. Þorvaldssonar, varðandi regluverk sem lýtur að skógrækt á einkalöndum, tilkynningarskyldu, leyfisumsóknum og umsóknum annarra aðila. Nefndin þakkar Sæmundi upplýsingarnar og fræðandi erindi.

Gestir

  • Sæmundur Kr. Þorvaldsson - mæting: 08:00

2.Stekkjargata 21 - beiðni um umsögn - 2016020075

Starfsleyfi fyrir bílapartasölu að Stekkjargötu 21, Hnífsdal. Fundað með Anton Helgasyni frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
Formanni nefndarinnar og skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að orða umsögn varðandi starfsleyfi, út frá umræðu á fundinum. Nefndin þakkar Anton fyrir veittar upplýsingar.

Gestir

  • Anton Helgason - mæting: 08:30

3.Alpagróður til Þingeyrar - 2016050041

Skjólskógar sækja um leyfi til gróðursetninga á trjám í Dýrafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi Skjólskóga varðandi gróðursetningu trjáa í Dýrafirði. Nánari staðsetning skal unnin í samráði við umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

4.Silfurgata 8b - Umsókn um lóð - 2016050022

Bjarni M Aðalsteinsson sækir um afnot af eða að leigja lóðina silfurgötu 8b.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

5.Skógur ehf. umsókn um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús - 2016050011

Skógur ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús á hafnarsvæði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsinu, enda verði húsið staðsett í samráði við hafnarstjóra, tæknideild og viðkomandi lóðarhafa.

6.Gunnar G Magnússon sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð garðs að manngerðum hólma - 2016050065

Gunnar G Magnússon sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð garðs að manngerðum hólma ca. 70-80 metrar að lengd. Í fjörunni neðan við bæinn Ytri Veðrará.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið. Um er að ræða manngerðan hólma og er framkvæmdin endurnýjun á garði sem fyrir er.

7.Dagverðardalur 2 fyrirspurn um stækkun. - 2016050066

Ásgeir Erling Gunnarsson spyr hvort heimilt sé að stækka sumarbústað við Dagverðardal nr. 2.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og bendir á að ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir Dagverðardal, og því þarf að grenndarkynna byggingaráform.

8.Snerpa ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Hnífsdal - 2016050070

Snerpa ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Hnífsdal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur í ljósi framlagðra gagna, að framkvæmdin geti ekki talist meiriháttar og hafi ekki umtalsverð áhrif á umhverfið eða breyti ásýnd þess og sé því ekki framkvæmdaleyfisskyld, með vísan í 1. gr. reglugerðar nr. 772/2012. Umsækjandi skal vera í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.

9.Umsókn um lóð austan við Kirkjuból 3 - 2016050012

Kristján Ólafsson sækir um lóð austan við Kirkjuból 3.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðarleigusamningur undir húsið verði framlengdur um 25 ár. Einnig að gerður verði samningur um lóð í fóstur á þeim hluta sem vísað er í skv. teikningum.

10.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13 - 1605001F

Lögð fram fundargerð 13. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerð 13. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa kynnt fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd.
  • 10.1 2016050004 Brekkugata 60 fyrirspurn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13 Byggingaráform eru samþykkt með vísan í breytingu á byggingarreglugerð 112/2012 gr.2.3.5
  • 10.2 2016040080 Breiðidalur Neðri - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13 Byggingaráformin eru samþykkt með vísan í 2.3.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
  • 10.3 2016040048 Aðalstræti 26 Þingeyri - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13 Skipulags og mannvikjanefnd samþykkir erindið. Byggingaráform samþykkt.
  • 10.4 2014120061 Móar, Hesteyri - endurbygging
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13 Byggingaráform eru samþykkt.
  • 10.5 2016040016 Engjavegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13 Byggingaráformin eru samþykkt með vísan í 2.3.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?