Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
456. fundur 11. maí 2016 kl. 08:00 - 10:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir varamaður
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Kristinn Helgason varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Dýrafjarðargöng - Deiliskipulag - 2016020061

Verkís fh. Vegagerðarinnar óskar eftir samþykki á deiliskipulags- og matslýsingu
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir matslýsingu Verkíss varðandi deiliskipulagsgerð við munna Dýrafjarðarganga, annarsvegar við Dranga og hinsvegar við Rauðsstaði. Matslýsing verður kynnt opinberlega skv. skipulagslögum.

2.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Lagt fram minnisblað og uppdrættir frá Verkís hf., dags 9. maí 2016, vegna þjónustuvegar við uppbyggingu fyrirhugaðra stoðvirkja í Kubba.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga A verði samþykkt. Í samræmi við gildandi deiliskipulag og miðast við gerð þjónustuvegar með tveimur vinnuplönum á Hafrafellshálsi.
Jóhann Birkir vék af fundi klukkan 09:00

Gestir

  • Jóhann Birkir Helgason - mæting: 08:30

3.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 12 - 1604018F

Fundargerð 12. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa kynntur fyrir Skipulags- og mannvirkjanefnd.
  • 3.1 2016040016 Engjavegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 12 Óskað eftir frekari gögnum. Afgreiðslu frestað.
  • 3.2 2016040023 Heimavist Menntaskólans á Ísafirði- Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 12 Byggingaráform eru samþykkt.
  • 3.3 2016040048 Aðalstræti 26 Þingeyri - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 12 Ekkert deiliskipulag í gildi fyrir svæðið. Umsókn vísað til afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar.
  • 3.4 2016040021 Fjarðarstræti 39 Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 12 Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda eldvarnareftirlits.
  • 3.5 2016040044 Silfurgata 2 Skorsteinn & vinnupallar
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 12 Veitt er heimild til að reisa vinnupalla og byggingaráfrom um að fjarlægja reykháf eru samþykkt enda verði gerð grein fyrir áformunum í aðalteikningum með fyrirhugaðri byggingarleyfisumsókn.

4.Silfurtorg 2 - fyrirspurn um viðbyggingu - 2016040071

Daníel Jakobsson f.h. Ísbjargar fjárfestingar ehf. spyr hvort heimilt yrði að byggja viðbyggingu við Hótel Ísafjörð, skv. meðfylgjandi afstöðumynd og skuggavarpi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og telur að áformin, séu innan þess svigrúms sem deiliskipulagið heimilar.

5.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Byggingarfulltrúi leggur fram endurnýjun á gjaldskrá fyrir fjárhagsáætlun 2017.
Tillaga byggingarfulltrúa varðandi endurnýjun gjaldskrár lögð fram til kynningar.

6.Stekkjargata 21 - beiðni um umsögn - 2016020075

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða óskar eftir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar um starfsskilyrði varðandi lóðina Stekkjargötu 21 í Hnífsdal, bréf dags. 18. febrúar 2016. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags 8. mars 2016 lagt fram.

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar frekari gagna.

7.Umsóknir um lóðir á Suðurtanga - 2016020037

Umsóknir um lóðir hafnar- og iðnaðarsvæði á Suðurtanga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu erindanna og leggur til að deiliskipulagið verði endurskoðað í samvinnu við hagsmunaaðila.

8.Skeljungur HF. Sækir sækir um lóð við Sindragötu 13a - 2016050005

Tækniþjónusta Vestfjarða f.h. Skeljungs HF. sækir um lóð að Sindragötu 13a.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn, að Skeljungi hf. verði úthlutuð umrædd lóð með þeim reglum sem um hana gilda.

9.Hafnarsvæði - Umsókn um lóð - 2016010042

Kaldalind ehf. sækir um 3000 fm lóð á hafnarsvæðinu á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar sbr. lið 7

10.Kaldasker umsókn um stöðuleyfi - 2016040079

Kaldsker ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gám við flotbryggju.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið.

11.Suðurtangi - Tjaldsvæði - 2016050007

Elías Oddson f.h. Kagrafells ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir þjónustuhúsum á tjaldstæði við Suðurtanga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir þjónustuhús á tjaldstæði á Suðurtanga til 1. mars 2017.

12.Bergsteinn Snær Bjarkason ofl. sækja um aðstöðu fyrir motorcross braut - 2016050013

Bergsteinn Snær Bjarkason o.fl. sækja um aðstöðu fyrir mótorcross.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari samráði við umsækjendur.

13.Umsókn um lóð austan við Kirkjuból 3 - 2016050012

Kristján Ólafsson sækir um lóð austan við Kirkjuból 3. Skv. bréfi dags. 1. maí 2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins, frekari gagna er óskað.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?