Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
454. fundur 13. apríl 2016 kl. 08:00 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varamaður
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Freyjugata 6 - fyrirspurn um byggingaráform - 2016040015

Planhús ehf spyr hvort heimilt yrði að byggja ca 560 fm stálgrindarhús sem núverandi hús fellur inn í. Starfsemin í húsinu yrði tvíþætt, annars vegar stálsmíði og hins vegar hafnsækin starfsemi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið enda uppfylli það skilyrði deiliskipulags og byggingarreglugerðar.

2.Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - stöðuleyfi fyrir gám - 2016030055

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar sækir um stöðuleyfi, á Suðurtanga, fyrir gám sem notaður verður til að þjálfa slökkviliðsmenn til að bregðast við yfirtendrun og reykköfun. Einnig er fyrirhugað að vera með klippiæfingar við gáminn. Slökkviliðið mun ganga þannig frá að ekki myndast drasl eða úrgangur við gáminn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veitt verði stöðuleyfi fyrir gáminn til 1. mars 2017 að teknu tilliti til athugasemdar Isavia. Nánari staðsetning verði í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.

3.Neðstafjara, umsóknu um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2016040003

Vestfirskir verktakar ehf sækja um lóðirnar Neðstufjöru 1,3,5,7 og 9. Hugmyndin er að sameina lóðirnar í eina lóð og reisa1000-1100 fm þar stálgrindarhús fyrir verslun og þjónustu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur í samræmi við umræðu á fundinum.
Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi klukkan 9:15.

4.Deiliskipulag Torfnesi, tillaga - 2015030035

Sigurður Mar Óskarsson óskar eftir svari við afdrifum máls sem afgreitt var á bæjarstjórnarfundi þann 19.03.2015.
Fyrir liggur deiliskipulagsbreyting sem gerð var af svæðinu og svarar hún þeim spurningum sem fram komu í erindinu.

5.Skeljungur - stöðuleyfi fyrir gám - 2016030056

Skeljungur hf sækir um stöðuleyfi fyrir eldsneytisgám á Suðurtanga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar stöðuleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu og bendir umsækjanda á að hægt er að sækja um lóð og byggingarleyfi fyrir starfsemina.

6.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 8. apríl sl., þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þjónustuvegar upp Hafrafellshlíð við byggingu ofanflóðagarðs.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ef óhjákvæmilegt er að gera þjónustuveginn gæti verið skynsamlegt að ganga frá honum sem göngustíg með áningastöðum til útivistar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?