Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Mannvirkjastofnun - ýmis erindi 2014-2015 - 2014100048
Lagt er fram bréf Péturs Valdimarssonar, f.h. Mannvirkjastofnunar, dags. 14. desember sl., þar sem vakin er athygli á því að brunavarnaráætlun Ísafjarðarbæjar sé fallin úr gildi. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu brunavarnaráætlunar sem er í vinnslu hjá slökkviliðinu.
Gestir
- Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri - mæting: 08:00
2.Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði - 2011020059
Deiliskipulag hafnar- og iðnaðarsvæðis, Suðurtanga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir að sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs meti hvaða lóðir eru úthlutunarhæfar og hvað þarf til að gera þær byggingarhæfar.
3.Aðalgata 15. Umsókn um byggingarleyfi, - 2015120023
Fishermann ehf. sækir um leyfi til að stækka gistiheimili til suð-vesturs. Um er að ræða timburbyggingu ofan á steypta hæð sem er fyrir. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags fyrir svæðið.
4.Reykjafjörður, Borgartún. Umsókn um byggingarleyfi - 2015120025
Sigurður Stefánsson sækir um leyfi til þess að byggja ljósavélahús/geymslu við sumarhús sitt í Reykjafirði. skv. teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.
Engin grenndaráhrif eru vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Erindið er samþykkt.
5.Hlíðarvegur 45, Umsókn um byggingarleyfi - 2015120046
Þráinn Eyjólfsson og Gréta Gunnarsdóttir sækja um leyfi til að loka svölum skv. uppdráttum frá Tækinþjónustu Vestfjarða 17.12.2015.
Samþykki meðeigenda liggur fyrir. Erindið samþykkt.
6.Mjallargata 1, Umsókn um byggingarleyfi - 2015120045
Kristján Rafn Guðmundsson og Íris Rut Jóhannesdóttir sækja um leyfi til að byggja yfir svalir á 3. hæð skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 18.12.2015.
Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna. Afgreiðslu frestað.
7.Sæborg í Aðalvík - stofnun þriggja lóða - 2016010020
Eigendur Sæborgar í Aðalvík sækja um leyfi til að stofna þrjár nýjar lóðir skv. uppdráttum frá teiknistofunni Eik, dags. 17.12.2015.
Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna. Afgreiðslu frestað.
8.Hafnarstræti 4, Ísafirði - fyrirspurn - 2016010013
Gunnar Torfason, f.h. Gullauga, sendir fyrirspurn um hvort hækka megi húsið við Hafnarstræti 4, setja lyftu í húsið og hringstiga aftan við það skv. uppdráttum frá Arkiteo dags. 17.12.2015.
Hækkun hússins stangast á við hverfisvernd í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?