Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008
Lögð fram lýsing á endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, ásamt grunni að endurskoðun.
Lýsing og grunnur að endurskoðun rætt og skipulagsfulltrúa og sviðsstjóra tæknideildar falið að ganga frá drögum að samningi við ráðgjafa.
2.Bakki í Brekkudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015110077
Vestinvest ehf sækir um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á Bakka í Brekkudal í Dýrafirði skv. drögum að samningi um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt.
Erindinu vísað til umsagnar umhverfisstofnunar og umhverfis- og framkvæmdanefndar.
3.Hjallavegur 27, Suðureyri - umsókn um byggingarleyfi - 2015110062
Sigurður Þórisson sækir um leyfi til að byggja sólstofu við íbúðarhúsið skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 5.10.2015. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Byggingarfulltrúi vísar umsókn til afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að erindið verði grenndarkynnt húseigendum að Hjallavegi 25 og 29.
4.Smárateigur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2015110064
Hlöðver Pálsson sækir um leyfi til að byggja sólstofu við sumarhús skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 20.11.2015. Húsið er á snjóflóðahættusvæði í flokki C. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Byggingarfulltrúi vísar umsókn til afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að um sé að ræða viðbyggingu en ekki sólstofu miðað við byggingarmagn. Nefndin hafnar erindinu eins og það er lagt fyrir. Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
5.Upplýsingaskilti - 2015120009
Erindi frá Halldóri Pálma Bjarkasyni dags. 1. desember 2015 þar sem lagt er til að upplýsingaskilti í miðbæ Ísafjarðar verði uppfært.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar erindið og leggur til að merkingar í Ísafjarðarbæ verði endurskoðaðar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?