Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Skrúður á Núpi í Dýrafirði - breyting á deiliskipulagi - 2014110004
Framkvæmdasjóður Skrúðs sækir um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Skrúð á Núpi í Dýrafirði.
Lögð fram greinargerð ásamt uppdrætti af fyrirhuguðu þjónustuhúsi frá Kol & salt ehf. dags. 06.05.2015. Bæjarstjórn samþykkti á 362. fundi sínum þann 4. júní 2015 að deiliskipulagstillagan yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 2. júlí - 13. ágúst 2015. Tvær athugasemdir bárust. Lagt fram bréf framkvæmdasjóðs Skrúðs dags. 30. október 2015 ásamt breyttum deiliskipulagsuppdrætti.
Lögð fram greinargerð ásamt uppdrætti af fyrirhuguðu þjónustuhúsi frá Kol & salt ehf. dags. 06.05.2015. Bæjarstjórn samþykkti á 362. fundi sínum þann 4. júní 2015 að deiliskipulagstillagan yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 2. júlí - 13. ágúst 2015. Tvær athugasemdir bárust. Lagt fram bréf framkvæmdasjóðs Skrúðs dags. 30. október 2015 ásamt breyttum deiliskipulagsuppdrætti.
Breytingatillagan rædd og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur. Afgreiðslu frestað.
2.Skíðasvæði Tungudal - framkvæmdaleyfi - 2015110016
Gautur Ívar Halldórsson f.h. Ísafjarðarbæjar, sækir um leyfi til að gera drenskurð og leyfi fyrir uppsetningu á ankerum á skíðasvæðinu í Tungudal skv. uppdrætti dags. 22.10.2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur framkvæmdirnar óverulegar en leggur áherslu á að haft sé samráð við tæknideild Ísafjarðarbæjar.
3.Endurnýjun á innsiglingarvita - framkvæmdaleyfi - 2015110018
Guðmundur M. Kristjánsson, f.h. Ísafjarðarhafnar sækir um leyfi til að endurnýja innsiglingarvita á Flateyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur framkvæmdirnar óverulegar en leggur áherslu á að haft sé samráð við tæknideild Ísafjarðarbæjar.
4.Land undir frístundabyggð í Dýrafirði - 2015110025
Pálmar Kristmundsson sækir um að fá úthlutað svæði F25 skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 til að deiliskipuleggja frístundahúsabyggð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í að úthluta Pálmari Kristmundssyni landinu undir sumarhúsabyggð.
Fundi slitið - kl. 09:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?