Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
444. fundur 21. október 2015 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Dagverðardalur 16 - stofnun lóðar - 2015100033

Lögð fram tillaga að lóðamörkum fyrir nýja frístundahúsalóð Dagverðardal 16. Lagt er til að lóðin verði í samræmi við tillögu sem samþykkt var á 397. fundi umhverfisnefndar þar sem lóðin bar heitið Dagverðardalur 11. Öll gögn og heimildir skv. máli nr. 2014110069 verði tengd Dagverðardal 16 og tilheyri þeirri lóð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðin verði samþykkt og stofnuð.

2.Þingeyri - deiliskipulag - 2009120009

Bréf Skipulagsstofnunar dags 4. júní 2015 þar sem gerð er athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda vegna form- og efnisgalla. Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að athugasemdir Skipulagsstofnunar og viðbrögð við þeim hafi ekki efnisleg áhrif á viðkomandi deiliskipulagstillögu og breytingarnar séu óverulegar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir heimild Skipulagsstofnunar til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði - 2011020059

Bréf Skipulagsstofnunar dags 5. júní 2015 þar sem gerð er athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda vegna form- og efnisgalla. Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að athugasemdir Skipulagsstofnunar og viðbrögð við þeim hafi ekki efnisleg áhrif á viðkomandi deiliskipulagstillögur og breytingarnar séu óverulegar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir heimild Skipulagsstofnunar til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

4.Suðureyri - óveruleg breyting á aðalskipulagi - 2015100006

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Um er að ræða skilmálabreytingu á íbúðarsvæði á Suðureyrarmölum þar sem auk íbúðarsvæðis er gert ráð fyrir möguleikum á minniháttar starfsemi svo sem verslun, veitingahúsum, ferðaþjónustu, gistihúsum, hjöllum og annarri hreinlegri starfsemi og þjónustu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að farið verði með aðalskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem einungis er um fjölbreyttari landnotkun að ræða.

5.Tunga, Fljótavík, stækkun sumarhúss og útigeymslu - umsókn um byggingarleyfi - 2015050080

Edward Finnsson sækir um leyfi til að stækka sumarhús og útigeymslu að Tungu í Fljótavík skv. uppdráttum frá Emil Þór Guðmundssyni dags. 15.05.2015. Leyfi umhverfisstofnunar liggur fyrir skv. bréfi dags. 16. september 2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að byggingarmagn sé við hámark, en þar sem grenndaráhrif eru óveruleg samþykkir nefndin að veitt verði byggingarleyfi skv. fyrirliggjandi uppdráttum.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.

7.Brú yfir Ósá í Arnarfirði - framkvædmaleyfi - 2015100036

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu brúar yfir Ósá í Arnarfirði skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt skv. framlögðum gögnum þar sem framkvæmdin er öll innan núverandi vegstæðis. Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?