Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
443. fundur 07. október 2015 kl. 08:00 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varamaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir varamaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Ljósleiðari - Holt-Ingjaldssandur, Önundarfirði - 2015090051

Snerpa ehf sækir um leyfi til að leggja ljósleiðara frá Holti í Önundarfirði, út í Valþjófsdal, þaðan yfir Klúkuheiði og niður Ingjaldssandsdal skv. gögnum sem fylgja erindinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í umsögnum og að leiðin verði stikuð úr botni Valþjófsdals upp á Klúkuheiði og niður Brekkudal áður en framkvæmdir hefjast. Nefndin telur að framkvæmdin rúmist innan stefnu aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020, lagnaleiðin verður færð inn á aðalskipulagsuppdráttinn við endurskoðun.

2.Arnarnúpur 1 - umsókn um stofnun lóðar í fasteignaskrá - 2015060004

Kristjana Vagnsdóttir sækir um að stofna 13,9 ha lóð út úr landi Arnarnúps 1 í Dýrafirði. Jörðin er skráð lögbýli í Þjóðskrá Íslands og tilheyra húsin lögbýlinu. Lagt fram minnisblað bæjarritara.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.

3.Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

Gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa og samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ lagt fram. Bæjarráð leggur til að gjaldskrár hækki almennt um 4,3%, sem er verðbólguáætlun Seðlabankans frá 19. ágúst sl., en sú tillaga er í samræmi við tillögu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að sveitarfélög noti forsendur þjóðhagsspár við útreikninga um verðlag 2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við tillögu bæjarráðs um 4,3% hækkun gjaldskráa.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 101. mál.
Skipulags- og mannvirkjanefnd ítrekar þá afstöðu Ísafjarðarbæjar að nauðsynlegt sé að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu. Nefndin gerir ekki athugasemdir að öðru leyti.

5.Æfingaturn - umsókn um stöðuleyfi - 2015090074

Unglingadeildin Hafstjarnan óskar eftir að fá að reisa æfingaturn til að æfa sig í fjallabjörgun skv. uppdrætti dags. 11/15.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu í sæmræmi við umræðu á fundinum.

6.Bílapartasala Stekkjargötu 21 - starfsleyfi 2015 - 2015040061

Starfsleyfi fyrir bílapartasölu að Stekkjargötu 21, Hnífsdal. Bréf heilbrigðisfulltrúa Vestfjarða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fellst á sjónarmið heilbrigðisfulltrúa og fellir úr gildi bókun nefndarinnar frá 8. desember 2004. Nefndin leggur áherslu á að skipulagi sé framfylgt við útgáfu starfsleyfis og vísar að öðru leyti í reglur um starfsleyfisskilyrði fyrir bílapartasölur og skylda starfsemi.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?