Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dagverðardalur 3 - byggingarleyfi - 2012060005
Einar Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Framfarar, styrktarsjóðs. Framkvæmdir voru stöðvaðar þar sem deiliskipulag Dagverðardals reyndist ekki í gildi og þarf því að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn.
Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Dagverðardals 2, 3, og 4.
Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Dagverðardals 2, 3, og 4.
Í ljósi viðræðna við hlutaðeigandi felur skipulags- og mannvirkjanefnd skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða málið með bæjarlögmanni.
2.Ljósleiðari - Botn og Birkihlíð Súgandafirði - Umsókn um skipulag - 2015080020
Snerpa ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fjarskiptastrengja í landi Botns og Birkihlíðar skv. uppdrætti frá Snerpu dags. 27.07.2015.
Í ljósi gagna sem fylgdu umsókn telur nefndin að um óverulega framkvæmd sé að ræða sem sé ekki framkvæmdaleyfisskyld.
3.Ljósleiðari - Innrihluti Skutulsfjarðar og Engidalur - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015080018
Snerpa ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu ljósleiðara í innri hluta Skutulsfjarðar og Engidal skv. uppdrætti frá Orkubúi Vestfjarða dags. 07.07.2015.
Í ljósi gagna sem fylgdu umsókn telur nefndin að um óverulega framkvæmd sé að ræða sem sé ekki framkvæmdaleyfisskyld.
4.Umsókn um byggingarleyfi - 2015060072
Elías Guðmundsson sækir um leyfi til að endurbyggja og byggja við Brekkustíg 7, Suðureyri.
Í ljósi framlagðra gagna samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að byggingarleyfi verði gefið út.
5.Skrúður á Núpi í Dýrafirði - breyting á deiliskipulagi - 2014110004
Framkvæmdasjóður Skrúðs sækir um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Skrúð á Núpi í Dýrafirði.
Lögð fram greinargerð ásamt uppdrætti af fyrirhuguðu þjónustuhúsi frá Kol & salt ehf. dags. 06.05.2015. Bæjarstjórn samþykkti á 362. fundi sínum þann 4. júní 2015 að deiliskipulagstillagan yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 2. júlí - 13. ágúst 2015. Tvær athugasemdir bárust.
Lögð fram greinargerð ásamt uppdrætti af fyrirhuguðu þjónustuhúsi frá Kol & salt ehf. dags. 06.05.2015. Bæjarstjórn samþykkti á 362. fundi sínum þann 4. júní 2015 að deiliskipulagstillagan yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 2. júlí - 13. ágúst 2015. Tvær athugasemdir bárust.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir innkomnar athugasmedir og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur.
6.Hafnarstræti 29, Flateyri - umsókn um lóð - 2015080059
Sigurbjörn Svavarsson sækir um lóðina Hafnarstræti 29, Flateyri skv. gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðarumsóknin verði samþykkt.
7.Svæði við Skógarbraut 2, umsókn um að taka svæði í fóstur. - 2015080022
Ólafur Sigurðsson óskar eftir, f.h. húsfélagsins Skógarbraut 2 og 2a, að taka í fóstur opið svæði skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir umsóknina og felur tæknideild að ganga frá samningi í samræmi við reglur um afnotasamning.
8.Sjávargata 16, umsókn um að taka lóð í fóstur - 2015080001
Wouter Van Hoeymissen, sækir um að taka lóðina Sjávargata 16, Þingeyri í fóstur.
Deiliskipulag fyrir svæðið er í vinnslu og lóðir verða auglýstar þegar það hefur tekið gildi. Umsókn hafnað.
9.Skólavegur 1, Hnífsdal - hellulögn - 2015080066
Inga María Guðmundsdóttir óskar eftir leyfi til að helluleggja bílastæði, lóð og hluta af gangstétt framan við Skólaveg 1, Hnífsdal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir hellulögn sem hluta af gangstétt.
10.Hlíðarvegur 36 - lóðarleigusamningur - 2015070001
Guðbjörg Halla Magnadóttir sækir um stækkun lóðarinnar Hlíðarvegur 36 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóð Hlíðarvegs 36 verði stækkuð að nýjum lóðamörkum lóðarinnar Hlíðarvegur 34 og sett verði kvöð um aðkomu lóðarhafa Hlíðarvegs 38, 40, 42, 44 og 46 að baklóðum. Að öðru leyti verði lóðarmörk skv. lóðablaði dags. 31. maí 2005.
11.Kalkþörunganám í Ísafjarðardjúpi - umsagnarbeiðni - 2015080041
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að matsáætlun vegna kalkþörunganáms í Ísafjarðardjúpi, skv. 2. mgr. 8. gr laga nr. 106/2000 og 15. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Bréf dags. 11.08.2015, móttekið 17. ágúst 2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að matsáætlun en leggur áherslu á að áhrif efnistöku og vinnslu efnisins verði metin heildstætt.
12.Staða skipulags- og byggingarmála - 2015090002
Erindi skipulags- og byggingarfulltrúa um stöðu skipulags- og byggingarmála.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur áherslu á að umhverfis- og eignasvið hafi mannskap til að sinna þeim verkefnum sem undir sviðið heyra.
Fundi slitið - kl. 10:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?