Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Hornstrandir skipulag- og umhverfismál 2015 - 2015070024
Hornstrandir, umræða um skipulags- og mannvirkjagerð innan friðlandsins.
Nefndin áréttar að samkvæmt Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar og Friðlýsingu Hornstranda eru allar framkvæmdir og mannvirkjagerð bönnuð í friðlandinu nema með samþykki Ísafjarðarbæjar og Umhverfisstofnunar. Nefndin kallar eftir því að þeir sem gera tilkall til smáhýsanna í fjörunni að Látrum í Aðalvík gefi sig fram við Ísafjarðarbæ fyrir 1. september 2015 og geri grein fyrir framkvæmdunum, eftir þann tíma áskilur Ísafjarðarbær sér rétt til aðgerða.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?