Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
438. fundur 01. júlí 2015 kl. 08:00 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði - 2011020059

Bréf Skipulagsstofnunar dags 5. júní 2015 þar sem gerð er athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda vegna form- og efnisgalla.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við athugasemdir.

2.Þingeyri - deiliskipulag - 2009120009

Bréf Skipulagsstofnunar dags 4. júní 2015 þar sem gerð er athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda vegna form- og efnisgalla.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við athugasemdir.

3.Lagning röra og fjarskiptastrengja - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015060081

Snerpa ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu röra og fjarskiptastrengja í Ísafjarðarbæ.
Framkvæmdin er ekki framkvæmdaleyfisskyld. Nefndin gerir athugasemdir við einstakar útfærslur og bendir á að verkið skal unnið í samvinnu við tæknideild Ísafjarðarbæjar.

4.Strandblakvellir í Tungudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015060080

Blakfélagið Skellur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir strandblakvelli í Tungudal skv. uppdrætti frá Teiknistofunni Eik, júní 2015.
Erindinu er hafnað þar sem Mýrarboltafélagið er með afnotasamning af svæðinu. Nefndin felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að finna völlunum aðra staðsetningu í samvinnu við blakfélagið.

5.Umsókn um stöðuleyfi fyrir olíutank - 2015060082

Simbahöllin ehf. Þingeyri sækir um stöðuleyfi fyrir olíutank skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Nefndin tekur vel í erindið og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.

6.Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna - 2014090031

Umsögn hverfisráðs Súgandafjarðar dags. 18 júní 2015.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Aðalgata Suðureyri verði gerð að tvístefnugötu samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar, jafnframt er sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs falið að vinna í samvinnu við Hverfisráð Súgandafjarðar útfærslur á hraðatakmörkunum.

7.Bílastæði, göngustígar og útsýnispallar við Dynjanda í Arnarfirði - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015060091

Umsókn Umhverfisstofnunar um framkvæmdaleyfi 19. júni, fyrir bílastæði, göngustígum og útsýnispalli við Dynjanda í Arnarfirði.
Erindið er samþykkt.

8.Virkjun bæjarlæksins á Hesteyri - 2014100013

Umsókn um framkvæmdaleyfi. Samþykki landeigenda lagt fram.
Nefndin samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?