Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
436. fundur 18. júní 2015 kl. 08:00 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
Starfsmenn
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Athugasemdir við framkvæmd og úrvinnslu deiliskipulags í Dagverðardal - 2015060012

Athugasemdir við framkvæmd og úrvinnslu deiliskipulags í Dagverðardal frá og með árinu 2010 og til dagsins í dag. Bréf frá Arnóri Þ. Gunnarssyni og og Theodóru Mathiesen dags. 1. júní 2015 og bréf frá LMB lögmönnum dags. 9. júní 2015 þar sem krafist er tafarlausrar stöðvunar framkvæmda.
Takmarkað byggingarleyfi var gefið út á grundvelli fyrirliggjandi gagna og upplýsinga. Framkvæmdir voru stöðvaðar þegar erindi barst frá eigendum Dagverðardals 4 og í ljós kom að deiliskipulag fyrir Dagverðardal féll úr gildi vegna formgalla á vinnslustigi. Byggingarleyfisumsóknir á svæðinu verða grenndarkynntar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Dagverðardalur 3 - byggingarleyfi - 2012060005

Einar Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Framfarar, styrktarsjóðs. Framkvæmdir voru stöðvaðar þar sem deiliskipulag Dagverðardals reyndist ekki í gildi og þarf því að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lóðarhöfum Dagverðardals 2, 3, 4 og 5.

3.Dagverðardalur 11 - byggingarleyfi - 2014110069

Einar Tryggvason sækir um byggingarleyfi, fyrir hönd Unnars Hermannssonar, fyrir sumarhúsi að Dagverðardal 11. Grenndarkynning á byggingarleyfisumsókn þar sem deiliskipulag Dagverðardals reyndist ekki í gildi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lóðarhöfum Dagverðardals 6 og 7.

4.Tunga, Fljótavík, stækkun sumarhúss og útigeymslu - umsókn um byggingarleyfi - 2015050080

Edward Finnsson sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun sumarhúss og útigeymslu að Tungu í Fljótavík skv. uppdráttum frá Emil Þór Guðmundssyni dags. 15.05.2015.
Afgreiðslu frestað þar til leyfi umhverfisstofnunar fyrir framkvæmdinni liggur fyrir.

5.Arnarnúpur 1 - umsókn um stofnun lóðar í fasteignaskrá - 2015060004

Kristjana Vagnsdóttir sækir um að stofna 13,9 ha lóð út úr landi Arnarnúps 1 í Dýrafirði. Jörðin er skráð lögbýli í Þjóðskrá Íslands og tilheyra húsin lögbýlinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu með vísan í jarðalög nr. 81/2004 þar sem jörðin er skráð lögbýli í Þjóðskrá.

6.Umsókn um lóð - Hrafnatangi 4 og 6 - 2015010089

Kaldalind ehf sækir um lóð nr. 4 og 6 við Hrafnatanga, Ísafirði. Umsókn dags. 14. maí 2015.
Deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki öðlast gildi. Lóðir verða auglýstar í kjölfar gildistöku þess.

7.Hrafnatangi 2a - umsókn um lóð fyrir diesel-eldsneytisafgreiðslu - 2015050056

Skeljungur hf sækir um lóð nr. 2a við Hrafnatanga undir dieseleldsneytisafgreiðslu skv. bréfi dags. 19. maí 2015.
Deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki öðlast gildi. Lóðir verða auglýstar í kjölfar gildistöku þess.

8.Leyfissvæði og rannsóknarleyfi fyrir Íslenska kalkþörungafélagið í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi - 2012090004

VSÓ ráðgjöf óskar eftir umsögn um tillögu að matsáætlun vegna kalkþörunganáms í Ísafjarðardjúpi, f.h. Íslenska kalkþörungafélagsins. Bréf dags. 15.05.2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að matsáætlun en leggur áherslu á að áhrif efnistöku og vinnslu efnisins verði metin heildstætt.

9.Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. - 2012030012

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um aukna framleiðslu á regnbogasilungi eða laxi um 2000 tonn í Dýrafirði. Bréf dags. 4. júní 2015.
Til fjölda ára hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar ályktað um skipulagsmál á strandsvæðum og ítrekað komið þeirri skoðun sinni á framfæri að færa eigi skipulagsvaldið á strandsvæðum til sveitarfélaga allt út að 1 sjómílu frá grunnlínupunktum.
Sú afstaða byggir meðal annars á þeirri staðreynd að í þeirri umfangsmiklu aukningu fiskeldis sem nú er í gangi, er verið að breyta verulega ásýnd fjarða og flóa auk þess sem núverandi nýting þeirra svæða breytist óhjákvæmilega. Það er óeðlilegt á allan hátt, að það fólk og sveitarstjórnir sem búa næst þeim svæðum sem ákveðið er að breyta í útliti og nýtingu, ráði litlu sem engu um þau mál.
Það er mat nefndarinnar að þar sem löggjafinn gerir ekki ráð fyrir gerð skipulags fyrir svæðið ættu allar framkvæmdir innan þess að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum og Fjórðungssambands var unnin nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð fyrir nokkrum árum. Í þessu tilfelli sem hér um ræðir væri það til mikilla bóta, ef til væri samsvarandi skipulag fyrir nýtingu Dýrafjarðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd er þeirrar skoðunar að þau mannvirki sem staðsett eru utan netalaga eigi jafnframt að vera byggingarleyfisskyld.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?