Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
433. fundur 22. apríl 2015 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson varamaður
  • Jón Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. - 2013060014

Teknar fyrir að nýju umsagnir og athugasemdir við auglýsta skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Lögð fram greinargerð nefndarinnar dags. 22. apríl 2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur tekið fyrir og fjallað um umsagnir og athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á 427., 428., 429., 430. og 431. fundum nefndarinnar.

Með vísan í greinargerð dags. 22. apríl 2015 þar sem fram kemur rökstuðningur og afstaða nefndarinnar leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði samþykkt með neðangreindum breytingum og að þær breytingar sem ekki er bókað sérstaklega um verði teknar til áframhaldandi vinnslu aðalskipulagsins eins og þær koma fram í auglýstri skipulags- og matslýsingu og umfjöllun og afstöðu nefndarinnar í greinargerðinni.

Jafnframt leggur nefndin til að í staðinn fyrir að gerðar séu svo viðamiklar breytingar á aðalskipulaginu fari fram heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 þar sem samþykkt skipulags- og matslýsing verði lögð til grundvallar.
Eftirfarandi breytingar verði gerðar á auglýstri skipulags- og matslýsingu:

3.2 NESDALUR - MINNKUN Á SVÆÐI FYRIR FRÍSTUNDABYGGÐ
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir þær athugasemdir sem gerðar eru við gildandi aðalskipulag, er varðar Nesdal og leggur til að engin frístundabyggð verði leyfð í Nesdal.

3.6 ENGIDALUR - TILFÆRSLA Á REIÐLEIÐ
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar að framangreind breyting verði gerð á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar. Forsendur skortir fyrir framkvæmdinni, þegar eindregin andstaða landeiganda liggur fyrir.

3.7 SELJALANDSDALUR - EFNISTAKA
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar að framangreind breytingartillaga fari inn í aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Náma á þessum stað myndi verða mjög áberandi frá stóru svæði með tilheyrandi neikvæðum áhrifum. Efni í tilgreindan varnargarð er sótt annað og því getur ekki talist vera brýn þörf á nýrri efnisnámu í Skutulsfirði, á allra næstu árum.

3.10 STÓRA-EYJAVATN - VATNAFLUTNINGAR
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar að framangreind breyting verði gerð á aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Nefndin tekur heilshugar undir framkomnar athugasemdir um að ekki komi til greina að skerða náttúrulega fegurð Dynjanda með skerðingu á vatnasviði hans.

3.12 BREIÐADALSHEIÐI OG SKUTULSFJÖRÐUR - ENDURNÝJUN RAFLÍNA
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að tillaga að línuleið EDBCO, sem liggur utan brunnsvæðis og er öll í jörðu, verði sett inn sem breyting á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

3.13 TUNGUDALUR - ENDURSKOÐUN LANDNOTKUNAR
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ótímabært að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í Tungudal, á meðan að ekki liggur fyrir framtíðarsýn um svæðið.

Auk þess leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til að eftirfarandi breytingartillögur sem ekki eru inni í auglýstri matslýsingu verði teknar inn í heildarendurskoðun aðalskipulagsins:

Djúpvegur 61 við Krók, erindi Vegagerðarinnar.

Virkjun í Breiðadal.

Gististaðir samkvæmt bókun bæjarráðs, fundur 882.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?