Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
434. fundur 20. maí 2015 kl. 08:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Leyfi til leitar og borunar eftir vatni fremst í Botnsdal - 2014030045

Dalsorka ehf sækir um framkvæmdaleyfi til að bora eftir heitu vatni í Botni í Súgandafirði.
Umsögn Umhverfisstofnunar dags. 05.05.2015 lögð fram.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði leyfi fyrir borun á umræddum prufuholum með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögnum um málið.

2.Neðri Tunga 1 - umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - 2015030089

Ragnheiður Hákonardóttir sækir um leyfi til að skipta lóðinni Neðri Tunga 1 í þrjá sérafnotahluti.
Lagt fram bréf Ragnheiðar Hákonardóttur eiganda Neðri Tungu 1 dags. 20 apríl 2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að lóðinni verði skipt í þrjá sérafnotahluti.

3.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Erindi frá Gauta Geirssyni dags. 24.03.2015 þar sem lagt er til að Ísafjarðarbær í samstarfi við Ofanflóðasjóð endurskoði varnir í Kubba frá grunni með tilliti til greinargerðar sem fylgir erindinu.
Lagt fram minnisblað Verkís dags. 04.06.2014 um hönnun þvergarðs og uppsetningu stoðvirkja - endurskoðun.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir að Verkís endurskoði framlögð gögn með tilliti til þess hvort hægt verði að koma fyrir lausn sem hafi minni umhverfisáhrif og viðhald.

4.Skrúður á Núpi í Dýrafirði - breyting á deiliskipulagi - 2014110004

Framkvæmdasjóður Skrúðs sækir um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Skrúð á Núpi í Dýrafirði.
Lögð fram greinargerð ásamt uppdrætti af fyrirhuguðu þjónustuhúsi frá Kol & salt ehf. dags. 06.05.2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að um sé að ræða verulega breytingu á deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

5.Móar, Hesteyri - endurbygging - 2014120061

Marðareyri sf sækir um leyfi til að endurbyggja húsið að Móum á Hesteyri skv. uppdráttum frá Verkís dags. 01.04.2015 .
Lagt fram afrit af bréfi Umhverfisstofnunar, til umsækjanda, bréf dags. 6. mars 2015 þar sem veitt er leyfi til endurbyggingarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita leyfi fyrir endurbyggingunni.

6.Hafraholt 48 - Umsókn um byggingarleyfi - 2015040044

Einar Valur Kristjánsson spyr hvort heimilað yrði að lengja bílgeymslu um 5 m skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn lóðarhöfum Hafraholts 42, 40 og 46.
Fylgiskjöl:

7.Brekkugata 54, Þingeyri - fyrirpurn um byggingarleyfi - 2015040043

Viðar Magnússon spyr hvort heimilað yrði að gera tvær íbúðir á neðri hæð í einbýlishúsinu að Brekkugötu 54 á Þingeyri skv. meðfylgjandi teikningum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og og samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn lóðarhöfum Brekkugötu 52 og 56.

8.Hlíðarvegur 34, Ísafirði - Umsókn um stækkun lóðar - 2015040042

Jón Rafn Oddsson sækir um stækkun lóðar skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að gera nýtt lóðablað af stækkaðri lóð, skv. uppdrætti, til afgreiðslu í bæjarstjórn.

9.Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna - 2014090031

Erindi bæjarráðs frá 855. fundi um að skipulags- og mannvirkjanefnd skoði kosti þess og galla að breyta Aðalgötu á Suðureyri í tvístefnugötu.
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags.29. apríl 2015 ásamt uppdrætti af tillögu um aksturstefnu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt i tillöguna. Nefndin óskar eftir umsögn hverfisráðs Súgandafjarðar.

10.Rekstrarleyfi til laxeldis í Arnarfirði - 2011020012

Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 10. apríl 2015, móttekið 21. apríl 2015, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum 7.000 tonna aukaframleiðslu Arnarlax ehf. á laxi í Arnarfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur afleitt að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annars staðar. Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum.
Að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum og Fjórðungssambands var unnin nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð. Í þessu tilfelli er það til mikilla bóta, en að sama skapi mikilvægt að embættismenn sem staðsettir eru í fjarlægum landshlutum, taki full tillit til þeirrar áætlunar við úthlutun á leyfum til fiskeldis.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?