Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. - 2013060014
Framhald umræðu frá síðasta fundi um umsagnir og athugasemdir við skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Yfirferð þeirra fjölmörgu umsagna og athugasemda sem bárust við skipulags- og matslýsingu lokið og afstaða tekin til þeirra. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
2.Leyfi til leitar og borunar eftir vatni fremst í Botnsdal - 2014030045
Aftur á dagskrá. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 23. mars 2015 lögð fram.
Afgreiðslu frestað.
3.Borun eftir heitu vatni í Botni, Súgandafirði - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015030038
Umsókn frá Birni Birkissyni um framkvæmdaleyfi til að bora eftir heitu vatni í Botni í Súgandafirði.
Afgreiðslu frestað.
4.Jarðgöng undir Breiðadals- og Botnsheiði - viðbragðsáætlun - 2015030026
Erindi Vegagerðarinnar dags. 3. mars 2015 þar sem farið er fram á samþykki byggingaryfirvalda Ísafjarðarbæjar á viðbragðsáætlun fyrir jarðgöng undir Breiðadals- og Botnsheiðar. Jafnframt lagt fram álit slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar.
Afgreiðslu frestað.
5.Neðri Tunga 1 - umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - 2015030089
Til afgreiðslu umsókn Ragnheiðar Hákonardóttur um stofnun fasteigna í fasteignaskrá.
Afgreiðslu frestað.
Málið var áður á dagskrá 413. fundi umhverfisnefndar 21.05.2014.
6.Landsskipulagsstefna 2015 - 2026 - 2014010001
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. mars 2015 vegna umsagna um framkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Afgreiðslu frestað.
7.Sólbakki 6 - umsókn um byggingarleyfi - 2015030086
Sólbakki 6 ehf sækir um leyfi til að breyta skráningu á íbúðarhúsnæði að Sólbakka 6, Flateyri í sumarhús þar sem húsið er á snjóflóðahættusvæði.
Afgreiðslu frestað.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?